
Sólheimar ses
Sólheimar hafa starfað að mannrækt, umhverfis- og menningarmálum í 84 ár. Í byggðarhverfinu Sólheimum búa og starfa um 100 manns. Rekin er fjölþætt atvinnustarfsemi með garðyrkjustöð, skógræktarstöð, verslun, kaffihúsi, bakaríi, matvinnslu, jurtastofu og gistiheimili. Á staðnum eru fimm mismunandi listasmiðjur, leirgerð, listasmiðja, kertagerð, vefstofa og smíðastofa. Menningarstafssemi er fjölþætt og á Sólheimum er listhús, sýningarsalir, höggmyndagarður, trjásafn, kirkja, fræðasetrið Sesseljuhús og íþróttaleikhús.

Launa- og mannauðsfulltrúi
Sólheimar ses. og Sólheimasetur ses. óska eftir að ráða launa- og mannauðsfulltrúa til starfa sem fyrst.
Um er að ræða 80 - 100% framtíðarstarf. Leiguhúsnæði er í boði.
Umsóknir skulu sendar rafrænt á netfangið; [email protected]
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með launavinnslu
- Umsjón með starfsauglýsingum og gerð ráðningarsamninga
- Ábyrgð á framkvæmd starfsmannastefnu
- Dagleg framkvæmd mannauðsmála í samvinnu við framkvæmdastjóra og forstöðumenn
- Ábyrgð á gerð starfslýsinga
- Ráðning og móttaka nýliða
- Umsjón með jafnlaunakerfi
- Samskipti við stéttarfélög og þátttaka í gerð stofnanasamninga og túlkun kjarasamninga
- Skjalavistun og almenn skrifstofustörf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Haldgóð reynsla af launavinnslu nauðsynleg
- Þekking og/eða reynsla af mannauðsmálum æskileg
- Þekking á bókhalds-/launavinnslukerfum mikilvæg og þekking á dk er kostur
- Metnaður til að ná árangri í starfi
- Þekking á kjarasamningum er kostur
- Þekking á bókhaldsvinnu er kostur
- Nákvæm og öguð vinnubrögð
- Skipulagshæfileikar
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Jákvæðni og áhugi á að starfa í anda gilda Sólheima
Auglýsing birt20. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sólheimar 168279, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
HeiðarleikiHreint sakavottorðSamviskusemiStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (9)

Ráðgjafi í viðskiptalausnum
Wise ehf.

Leitum að öflugum launafulltrúa!
Heilsuvernd

Launafulltrúi
Hagvangur

Launafulltrúi
Jarðboranir

Sérfræðingar í bókhaldi og uppgjörum
ODT

Sumarstarf í launadeild
Sumarstörf - Kópavogsbær

Mannauðs og launafulltrúi
Grundarheimilin

Sérfræðingur í bókhaldi hjá ECIT Bókað ehf.
ECIT

Launa- og mannauðsfulltrúi
Arnarlax ehf