
Sólheimar ses
Sólheimar hafa starfað að mannrækt, umhverfis- og menningarmálum í 84 ár. Í byggðarhverfinu Sólheimum búa og starfa um 100 manns. Rekin er fjölþætt atvinnustarfsemi með garðyrkjustöð, skógræktarstöð, verslun, kaffihúsi, bakaríi, matvinnslu, jurtastofu og gistiheimili. Á staðnum eru fimm mismunandi listasmiðjur, leirgerð, listasmiðja, kertagerð, vefstofa og smíðastofa. Menningarstafssemi er fjölþætt og á Sólheimum er listhús, sýningarsalir, höggmyndagarður, trjásafn, kirkja, fræðasetrið Sesseljuhús og íþróttaleikhús.

Launafulltrúi óskast til starfa á Sólheimum
Sólheimar ses. og Sólheimasetur ses. óska eftir að ráða launafulltrúa til starfa sem fyrst.
Um er að ræða 80 - 100% starf.
Möguleiki er á leigja húsnæði á staðnum á hagstæðum kjörum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með launavinnslu
- Umsjón og eftirlit með skráningu vinnustunda
- Umsjón með jafnlaunakerfi
- Aðstoð við gerð ráðningarsamninga og starfslýsinga
- Samskipti við stéttarfélög og þátttaka í gerð stofnanasamninga og túlkun kjarasamninga
- Aðstoð við bókhald og reikningagerð
- Skjalavistun og almenn skrifstofustörf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Haldgóð þekking og reynsla af launavinnslu nauðsynleg
- Þekking og/eða reynsla af vinnu í dk æskileg
- Nákvæm og öguð vinnubrögð
- Metnaður til að ná árangri í starfi
- Þekking á kjarasamningum er kostur
- Þekking og reynsla í bókhaldsvinnu er kostur
- Skipulagshæfileikar
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Góð íslenskukunnátta
- Jákvæðni og áhugi á að starfa í anda gilda Sólheima
Fríðindi í starfi
Aðgangur að sundlaug og líkamsrækt.
Möguleiki á hagstæðu leiguhúsnæði á staðnum.
Auglýsing birt20. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sólheimar 168279, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
HeiðarleikiHreint sakavottorðSamviskusemiStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)