

Sérfræðingar í bókhaldi hjá ECIT Virtus ehf.
ECIT á Íslandi – Tækifæri fyrir bókhaldsfólk sem vill vaxa með okkur!
ECIT á Íslandi er hluti af alþjóðlegu fyrirtæki á sviði bókhalds- og launavinnslu, með um 110 sérfræðinga á 15 stöðum um land allt. Við rekum tvö félög, ECIT Bókað ehf. og ECIT Virtus ehf., sem veita fjölbreytta og faglega þjónustu til fyrirtækja.
🔹 Við erum í örum vexti og viljum fá til liðs við okkur sérfræðinga sem vilja vaxa með okkur!
Við leitum að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingum með reynslu og þekkingu í bókhaldi. Við höfum laus störf í bæði fullu og hlutastarfi, og það er kostur ef þú getur hafið störf sem fyrst.
Sem hluti af teymi ECIT Virtus færð þú tækifæri til að starfa í kraftmiklu umhverfi þar sem sjálfstæði, frumkvæði og fagleg þjónusta skipta lykilmáli. Við leggjum áherslu á jákvæða vinnustemningu, þróun starfsfólks og frábært samstarf.
- Færsla og afstemming bókhalds
- Uppgjör og skil á virðisaukaskatti
- Milliuppgjör og greining fjárhagsupplýsinga
- Almenn ráðgjöf til viðskiptavina
- Önnur bókhaldstengd verkefni
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af bókhaldskerfum
- Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
- Sveigjanleiki og hæfni til að vinna undir álagi
- Góð enskukunnátta
- Talnagleggni og tölvufærni
- Framúrskarandi þjónustulund og jákvætt viðmót
🌍 Við trúum á jafnrétti og hvetjum alla til að sækja um, óháð kyni.
Hjá ECIT Virtus færðu frábært tækifæri til að vaxa í starfi, vinna með sterku teymi og takast á við spennandi áskoranir í bókhaldi.













