LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Sumarstarf í tækniþjónustu

Tækifæri fyrir nemendur í tölvunarfræði og verkfræði

Hefur þú reynslu af tækniþjónustu og ert með grunn í forritun? Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) leitar að framsæknum og metnaðarfullum einstaklingi til að styðja við öfluga upplýsingatæknideild sjóðsins yfir sumartímann.

Hlutverkið hentar sérstaklega vel nemendum í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum sem vilja dýpka þekkingu sína og öðlast dýrmæta reynslu í faglegu umhverfi.

Um starfið

LSR hefur sett sér metnaðarfulla stefnu í upplýsingatækni með áherslu á að bæta þjónustu við sjóðfélaga. Upplýsingatæknideildin samanstendur af deildarstjóra, tveimur forriturum, gagnasérfræðingi og UT-sérfræðingi í notendaþjónustu.

Sem sumarstarfsmaður mun þitt hlutverk vera að styðja við UT-þjónustu sjóðsins á meðan sumarleyfistími stendur yfir. Þú færð tækifæri til að vinna með reynslumiklum sérfræðingum og öðlast dýpri innsýn í rekstur og þróun upplýsingakerfa.

Helstu verkefni og ábyrgð
  1. Forritunartengd verkefni í samræmi við þarfir upplýsingatæknideildar.
  2. Afgreiðsla og úrvinnsla almennra UT-þjónustubeiðna.
  3. Vinnubrögð í samræmi við faglega og vandaða starfshætti.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stundar nám í eða hefur lokið háskólaprófi í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum.
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
  • Almenn tækniþekking, m.a.:
    • Grunnskilningur á APIs og SQL-gagnagrunnum.
    • Forritunarkúnnátta, t.d. í C# / .NET.
Auglýsing birt28. febrúar 2025
Umsóknarfrestur20. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Engjateigur 11, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch..NETPathCreated with Sketch.BakendaforritunPathCreated with Sketch.C#PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SQLPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar