

Sumarstarf í tækniþjónustu
Tækifæri fyrir nemendur í tölvunarfræði og verkfræði
Hefur þú reynslu af tækniþjónustu og ert með grunn í forritun? Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) leitar að framsæknum og metnaðarfullum einstaklingi til að styðja við öfluga upplýsingatæknideild sjóðsins yfir sumartímann.
Hlutverkið hentar sérstaklega vel nemendum í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum sem vilja dýpka þekkingu sína og öðlast dýrmæta reynslu í faglegu umhverfi.
Um starfið
LSR hefur sett sér metnaðarfulla stefnu í upplýsingatækni með áherslu á að bæta þjónustu við sjóðfélaga. Upplýsingatæknideildin samanstendur af deildarstjóra, tveimur forriturum, gagnasérfræðingi og UT-sérfræðingi í notendaþjónustu.
Sem sumarstarfsmaður mun þitt hlutverk vera að styðja við UT-þjónustu sjóðsins á meðan sumarleyfistími stendur yfir. Þú færð tækifæri til að vinna með reynslumiklum sérfræðingum og öðlast dýpri innsýn í rekstur og þróun upplýsingakerfa.
- Forritunartengd verkefni í samræmi við þarfir upplýsingatæknideildar.
- Afgreiðsla og úrvinnsla almennra UT-þjónustubeiðna.
- Vinnubrögð í samræmi við faglega og vandaða starfshætti.
- Stundar nám í eða hefur lokið háskólaprófi í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum.
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
- Almenn tækniþekking, m.a.:
- Grunnskilningur á APIs og SQL-gagnagrunnum.
- Forritunarkúnnátta, t.d. í C# / .NET.












