Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur

Finance Business Partner

Viltu taka þátt í verkefnum með það að leiðarljósi að bæta hreyfanleika fólks?

Global Finance Business Partnering hjá Embla Medical (Össur) leitar að reyndum og metnaðarfullum aðila í hlutverk Finance Business Partner til að styðja við framleiðludeild fyrirtækisins á alþjóðavísu. Finance Business Partner ber ábyrgð á fjárhagslegum greiningum, fjárhagsáætlunum og eftirliti á fjárhagsniðurstöðum framleiðsludeildar. Sem Finance Business Partner, gegnir þú lykilhlutverki í að ná fram fjárhagslegum árangri, veita stefnumótandi innsýn, og styðja við ákvarðanatöku innan framleiðslustarfseminnar okkar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greina og túlka fjárhagsleg gögn til að bera kennsl á þróun, tækifæri til hagræðinga og rekstrarumbóta í samstarfi við leiðtoga innan framleiðsludeildar. 

  • Leiða fjárhagsáætlunarferil fyrir framleiðsludeild. 

  • Vinna með leiðtogum innan framleiðsludeildar til að bera kennsl á viðskiptaáskoranir og -tækifæri ásamt því að veita fjárhagslega innsýn sem leiðir til arðbærra ákvarðanna. 

  • Styðja við mánaðar- og árslokauppgjör, þar með talið frávikagreiningar og fjárhagsskýrslugerð. 

  • Vinna í stöðugum umbótum innan fjármálateymisins og þvert á framleiðsludeildina. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í viðskipta-, hag- eða verkfræði. 

  • Haldbær reynsla í Finance Business Partnering, Business Controlling, eða tengdum störfum, helst í framleiðsluumhverfi. 

  • Mjög góðan skilning á kostnaðarbókhaldi og fjárhagslegum greiningum. 

  • Framúrskarandi góð tök á Excel og þekking á bókhaldskerfum (Business Central) og fjárhagslegum áætlunarkerfum (Anaplan) er kostur. 

  • Hæfni til að tjá sig reiprennandi á ensku er skilyrði. 

  • Mjög góð greiningarhæfni og færni í að leysa vandamál með getu til að miðla flóknum fjárhagshugtökum til hagsmunaaðila sem eru ekki með fjárhagslegan bakgrunn. 

  • Góð verkefnastjórnunarhæfni með getu til að takast á við margvíslegar áherslur, færni í stjórnun hagsmunaaðila, er sjálfstæður, hefur frumkvæði og með auga fyrir smáatriðum. 

Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur  

  • Samgöngustyrkur  

  • Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir  

  • Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat 

  • Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf 

  • Árlegur sjálfboðaliðadagur  

  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Starfsþróun
  • Öflugt félagslíf

Auglýsing birt27. febrúar 2025
Umsóknarfrestur11. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar