Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður

Byggingarfulltrúi

Akraneskaupstaður auglýsir starf byggingarfulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem krefst góðrar samvinnu og samstarfs við stjórnendur og starfsmenn sveitarfélagsins, stofnanir þess, sem og íbúa, iðnaðarmenn, verktaka og opinbera aðila.

Leitað er að metnaðarfullum aðila sem hefur umsjón með lögum og reglugerðum um að skipulags- og byggingareftirliti sé framfylgt. Starfið felur í sér umsjón og verkefnastjórnun er varðar framkvæmdir sveitarfélagsins. Starfið er á umhverfis- og skipulagssviði og heyrir beint undir sviðsstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tryggja að lögum um mannvirki nr. 160/2010, skipulagslögum nr. 123/2010 og öðrum lögum og reglugerðum varðandi byggingarmálum í sveitarfélaginu sé framfylgt
  • Ábyrgð og umsjón með útgáfu byggingarleyfa, vottorða og skráningu mannvirkja
  • Byggingareftirlit og umsjón með byggingarmálum sveitarfélagsins, þ.m.t nýframkvæmdum og viðhaldsframkvæmdum
  • Ráðgjöf er varðar byggingarmál ásamt móttöku og afgreiðslu á byggingarleyfisumsóknum
  • Framkvæmd úttekta og útgáfa leyfa ásamt staðfestingu eignarskiptayfirlýsinga
  • Skráning og viðhald vegna fasteignaskrár og landeignarskrár HMS
  • Umsjón og þróun með nýjum byggingarlóðavef
  • Önnur verkefni er tengjast verkefnastjórnun og framkvæmdum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði byggingarmála skv. 8.gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010
  • Viðkomandi skal hafa löggildingu sem hönnuður skv.25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010
  • Reynsla og þekking af byggingarframkvæmdum er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og þjónustumiðað viðhorf
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni
  • Góð almenn tölvukunnátta, ásamt kunnáttu í teikniforritum
  • Reynsla af störfum i opinberri stjórnsýslu er kostur
Auglýsing birt12. febrúar 2025
Umsóknarfrestur26. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Dalbraut 4, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar