Samgöngustofa
Samgöngustofa
Samgöngustofa

Sérfræðingur í flugleiðsögu-, flugvalla- og flugverndardeild

Samgöngustofa leitar að öflugum sérfræðingi í flugleiðsögu-, flugvalla- og flugverndardeild. Í starfinu felast fjölbreytt verkefni, m.a. framkvæmd eftirlits, rýni stjórnkerfa/handbóka leyfishafa og mati á hlítni (compliance) leyfishafa við kröfur. Einnig verk tengd innra starfi deildarinnar, t.d. rýni alþjóðkrafna, gerð áhrifamata og ritun verklagsreglna. Við leitum að sérfræðingi sem á auðvelt með að takast á við ólík og ný verkefni, er tilbúin að vinna í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð, sjálfstæði og samskiptahæfni. Upplýsingar um ábyrgðarsvið deildarinnar má finna á heimasíðu stofnunarinnar. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framkvæmd eftirlits,

  • Rýni stjórnkerfa/handbóka leyfishafa,

  • Mat á hlítni (compliance) leyfishafa við kröfur,

  • Verkefni tengd innra starfi deildarinnar t.d. rýni alþjóðakrafna, gerð áhrifamata og ritun verklagsreglna,

  • Önnur tilfallandi verkefni sem tilheyra deildinni.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun og/eða önnur menntun á sviði flugs sem nýtist í starfi. 

  • Reynsla af eftirlitsstörfum eða reynsla á sviði gæða-, öryggis- og/eða verndarstjórnunar.  

  • Góðir samskiptahæfileikar, frumkvæði, hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu og jákvætt viðmót. 

  • Skipulögð, nákvæm og öguð vinnubrögð.  

  • Greiningarhæfni og góð almenn tölvukunnátta. 

  • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli, til úrvinnslu og framsetningu texta og upplýsinga. 

  • Hæfni til að læra og tileinka sér nýja kunnáttu og beita henni.  

Auglýsing birt27. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ármúli 2, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar