

Þjónustufulltrúi á Siglufirði
Fjölbreytt starf þjónustufulltrúa hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, með starfsstöð á Siglufirði, er laust til umsóknar.
Um er að ræða áhugavert, fjölbreytt og krefjandi skrifstofustarf.
Starfið felst í vinnslu sérverkefnis tengt útgáfu leyfisbréfa til löggiltra fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala, auk vinnslu annarra sérverkefna embættisins, sem unnin eru í teymi starfsfólks.
Að auki felast í starfinu fjölbreytt afgreiðsluverkefni og afleysingar vegna þeirra fjölmörgu málaflokka sem sýslumannsembættið sinnir sem og þeirra verkefna sem unnin eru í umboði annarra stofnana. Þjónustufulltrúi vinnur að faglegri afgreiðslu mála samkvæmt gildandi lögum og verkferlum.
- Starfsreynsla og þekking sem nýtist vel í starfi
- Góð þekking og færni á helstu tölvuforritum
- Hæfni til að tileinka sér ýmis sérhæfð tölvukerfi nauðsynleg
- Vandvirkni og ögun í vinnubrögðum og skipulagsfærni
- Mjög gott frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Framúrskarandi þjónustulund
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra leggur áherslu á góða þjónustu og öfluga liðsheild og mjög góðan starfsanda. Tekin hefur verið upp 36 stunda vinnuvika. Skrifstofur embættisins eru á Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Dalvík og Þórshöfn og starfsfólk er 25 talsins.













