Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

Þjónustufulltrúi á Siglufirði

Fjölbreytt starf þjónustufulltrúa hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, með starfsstöð á Siglufirði, er laust til umsóknar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða áhugavert, fjölbreytt og krefjandi skrifstofustarf.

Starfið felst í vinnslu sérverkefnis tengt útgáfu leyfisbréfa til löggiltra fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala, auk vinnslu annarra sérverkefna embættisins, sem unnin eru í teymi starfsfólks.

Að auki felast í starfinu fjölbreytt afgreiðsluverkefni og afleysingar vegna þeirra fjölmörgu málaflokka sem sýslumannsembættið sinnir sem og þeirra verkefna sem unnin eru í umboði annarra stofnana. Þjónustufulltrúi vinnur að faglegri afgreiðslu mála samkvæmt gildandi lögum og verkferlum. 

Menntunar- og hæfniskröfur

 

  • Starfsreynsla og þekking sem nýtist vel í starfi
  • Góð þekking og færni á helstu tölvuforritum
  • Hæfni til að tileinka sér ýmis sérhæfð tölvukerfi nauðsynleg
  • Vandvirkni og ögun í vinnubrögðum og skipulagsfærni
  • Mjög gott frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Framúrskarandi þjónustulund
  • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra leggur áherslu á góða þjónustu og öfluga liðsheild og mjög góðan starfsanda. Tekin hefur verið upp 36 stunda vinnuvika. Skrifstofur embættisins eru á Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Dalvík og Þórshöfn og starfsfólk er 25 talsins.

Auglýsing birt26. febrúar 2025
Umsóknarfrestur13. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Gránugata 6
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar