
Umhverfis- og skipulagssvið
Á Umhverfis og skipulagssviði er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem eiga að auðga mannlífið í borginni.
Nánar má lesa um sviðið hér: https://reykjavik.is/umhverfis-og-skipulagssvid
Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs býr yfir einstakri fagþekkingu í þeim málaflokkum sem sviðið sinnir og gegnir lykilhlutverki í því að gera Reykjavík að enn betri borg. Leiðarljós sviðsins eru aukin lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg.

Skrifstofufulltrúi með verkefnastjórn
Þjónustumiðstöðvar sinna margvíslegum verkefnum í borgarlandinu á sviði umhirðu gatna, gönguleiða og opinna svæða, m.a. hreinsun gatna og gönguleiða, vetrarþjónustu, grasslætti, grasviðgerðum, holuviðgerðum í götum, uppsetning jólaskrauts, áramótabrennum o.fl.
Á starfsstaðnum er um 40% starfsfólks pólskumælandi og því mikill kostur ef umsækjandi getur tjáð sig á pólsku og íslensku.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn skrifstofustörf
- Móttaka erinda og skráning og varðveisla gagna.
- Yfirfara tímaskýrslur í vinnustund í umboði yfirmanns og skráning upplýsinga í verkbókhald.
- Hefur umsjón með útsendingu tilkynninga og bréfa til borgara, hagsmunaaðila og starfsfólks eða felur öðrum á deild að sjá um slíkt eftir þörfum.
- Samskipti við aðrar stofnanir / fyrirtæki vegna málefna deildar.
- Aðstoð við frágang ráðningargagna vegna sumarstarfsfólks.
- Taka saman og halda utanum matarinnkaup starfsmanna einu sinni í viku og senda samantekt matarinnkaupa einu sinni í mánuði til launadeildar.
- Sækja um hlunnindi fyrir starfsfólk.
- Ábyrgð á upplýsingagjöf og að erindi sem deild berast fari í réttan farveg.
- Ábyrgð á réttri skráningu gagna.
- Ábyrgð á stýringu verkefna sem starfsmanni eru falin af yfirmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf og diplóma í verkefnastjórnun eða nám á háskólastigi sem nýtist í starfi.
- Haldbær reynsla af skrifstofustörfum.
- Pólskukunnátta æskileg.
- Reynsla og þekking á notkun skrifstofuhugbúnaðar og annarri tölvuvinnslu.
- Kostnaðarvitund.
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
- Íslensku- og/eða enskukunnátta B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Auglýsing birt21. febrúar 2025
Umsóknarfrestur2. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Valkvætt

Valkvætt
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSveigjanleiki
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingar í bókhaldi og uppgjörum
LOGN Bókhaldsstofa

Verkefnafulltrúi í markaðsleyfadeild
Lyfjastofnun

Þjónustufulltrúi
Alþjóðasetur

Sérfræðingur í framleiðslu
Coripharma ehf.

Þjónustufulltrúi – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær

Þjónustuhús í Vatnskarðsnámum - Hlutastarf
Steypustöðin - námur ehf.

Starfsmaður á stjórnstöð - Sumarstarf
Öryggismiðstöðin

Umsjónarmaður bókhalds og rekstrar
Sólheimar ses

Liðsauki í tjónaþjónustu Varðar
Vörður tryggingar

Sérfræðingur í persónu- og ferðatjónum
Vörður tryggingar

Viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði Símans
Síminn

Starf í móttöku
Fagfélögin