Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið

Skrifstofufulltrúi með verkefnastjórn

Þjónustumiðstöðvar sinna margvíslegum verkefnum í borgarlandinu á sviði umhirðu gatna, gönguleiða og opinna svæða, m.a. hreinsun gatna og gönguleiða, vetrarþjónustu, grasslætti, grasviðgerðum, holuviðgerðum í götum, uppsetning jólaskrauts, áramótabrennum o.fl.

Á starfsstaðnum er um 40% starfsfólks pólskumælandi og því mikill kostur ef umsækjandi getur tjáð sig á pólsku og íslensku.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn skrifstofustörf
  • Móttaka erinda og skráning og varðveisla gagna.
  • Yfirfara tímaskýrslur í vinnustund í umboði yfirmanns og skráning upplýsinga í verkbókhald.
  • Hefur umsjón með útsendingu tilkynninga og bréfa til borgara, hagsmunaaðila og starfsfólks eða felur öðrum á deild að sjá um slíkt eftir þörfum.
  • Samskipti við aðrar stofnanir / fyrirtæki vegna málefna deildar.
  • Aðstoð við frágang ráðningargagna vegna sumarstarfsfólks.
  • Taka saman og halda utanum matarinnkaup starfsmanna einu sinni í viku og senda samantekt matarinnkaupa einu sinni í mánuði til launadeildar.
  • Sækja um hlunnindi fyrir starfsfólk.
  • Ábyrgð á upplýsingagjöf og að erindi sem deild berast fari í réttan farveg.
  • Ábyrgð á réttri skráningu gagna.
  • Ábyrgð á stýringu verkefna sem starfsmanni eru falin af yfirmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf og diplóma í verkefnastjórnun eða nám á háskólastigi sem nýtist í starfi.
  • Haldbær reynsla af skrifstofustörfum.
  • Pólskukunnátta æskileg.
  • Reynsla og þekking á notkun skrifstofuhugbúnaðar og annarri tölvuvinnslu.
  • Kostnaðarvitund.
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Íslensku- og/eða enskukunnátta B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Auglýsing birt21. febrúar 2025
Umsóknarfrestur2. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Valkvætt
Meðalhæfni
PólskaPólska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar