
Síminn
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta og afþreyinga sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við erum fjölskylduvænn vinnustaður og leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar.
Hjá okkur hefur þú aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki auk þess sem boðið er upp á búningsaðstöðu fyrir starfsfólk.
Við viljum hafa gaman í vinnunni og bjóðum reglulega upp á fjölbreytta innanhúss viðburði af ýmsu tagi.
Ef þú ert að leita að spennandi verkefnum, frábæru samstarfsfólki og lifandi vinnuumhverfi þá er Síminn góður kostur fyrir þig.
Síminn hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu árið 2018, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um hjá Simanum.
Gildi Simans eru einfaldleiki og framsækni.

Viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði Símans
Við leitum að öflugum viðskiptastjóra í Viðskiptastýringu Símans. Viðskiptastjóri þjónustar lítil og meðalstór fyrirtæki vegna fjarskipta og tækni og leggur áherslu á að efla tengsl við núverandi viðskiptasambönd ásamt því að koma auga á ný viðskiptatækifæri.
Viðkomandi þarf að vera í góðum samskiptum við viðskiptavini og tryggja framúrskarandi upplifun þeirra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinna viðskiptastýringu, samskiptum, ráðgjöf, sölu og þjónustu við fyrirtæki
- Símsvörun og afgreiðsla erinda
- Að stýra og efla núverandi viðskiptasambönd
- Heimsóknir og stöðufundir með viðskiptavinum
- Samninga- og tilboðsgerð
- Greiningar á viðskiptavinahópi
- Önnur verkefni tengd störfum viðskiptastýringar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af viðskiptastýringu eða sölu- og þjónustustörfum á fyrirtækjamarkaði
- Söluáhugi og metnaður
- Áhugi og þekking á íslensku atvinnulífi
- Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Drifkraftur og fagleg vinnubrögð
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í tali og riti
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Auglýsing birt20. febrúar 2025
Umsóknarfrestur2. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHeiðarleikiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagVandvirkniÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingar í bókhaldi og uppgjörum
LOGN Bókhaldsstofa

Þjónustufulltrúi
Alþjóðasetur

Söluráðgjafi í ELKO Lindum
ELKO

Sérfræðingur í framleiðslu
Coripharma ehf.

Þjónustufulltrúi – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær

Þjónustufulltrúi - sumarstarf
Strætó bs.

Sala og þjónusta
Rubix Ísland ehf

Skrifstofufulltrúi með verkefnastjórn
Umhverfis- og skipulagssvið

Þjónustuhús í Vatnskarðsnámum - Hlutastarf
Steypustöðin - námur ehf.

Umsjónarmaður bókhalds og rekstrar
Sólheimar ses

Liðsauki í tjónaþjónustu Varðar
Vörður tryggingar

Þjónusturáðgjafi Mercedes-Benz
Bílaumboðið Askja