
Vörður tryggingar
Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.
Vörður hefur á að skipa þjónustulipru og vel upplýstu starfsfólki sem vinnur í fjölbreyttu og hvetjandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á traust og áreiðanleika í samskiptum.
Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.

Liðsauki í tjónaþjónustu Varðar
Við leitum að drífandi og skemmtilegum einstakling í tjónaþjónustu Varðar. Um er að ræða spennandi starf í öflugu teymi innan tjónaþjónustunnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta viðskiptavini Varðar sem lenda í fasteignatjónum
- Tjónamat og ákvörðun bótaskyldu
- Kostnaðarmat og uppgjör tjóna
- Umsjón og samskipti við verktaka
- Önnur tilfallandi verkefni s.s. þátttaka í ýmsum umbótaverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulögð vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt og undir álagi
- Jákvætt hugarfar og vilji til að vera hluti af samhentu teymi
- Reynsla af störfum í þjónustu og störfum innan trygginga er kostur
- Gott vald á rituðu máli, bæði ensku og íslensku
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
Við bjóðum upp á frábæra vinnuaðstöðu í höfuðstöðvum okkar í Borgartúni. Þar má finna mötuneyti í heimsklassa, líkamsræktarsal í húsinu, öflugt starfsmannafélag og skemmtilegan starfsanda.
Auglýsing birt20. febrúar 2025
Umsóknarfrestur2. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingar í bókhaldi og uppgjörum
LOGN Bókhaldsstofa

Þjónustufulltrúi
Alþjóðasetur

Sérfræðingur í framleiðslu
Coripharma ehf.

Þjónustufulltrúi – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær

Þjónustufulltrúi - sumarstarf
Strætó bs.

Skrifstofufulltrúi með verkefnastjórn
Umhverfis- og skipulagssvið

Þjónustuhús í Vatnskarðsnámum - Hlutastarf
Steypustöðin - námur ehf.

Umsjónarmaður bókhalds og rekstrar
Sólheimar ses

Þjónusturáðgjafi Mercedes-Benz
Bílaumboðið Askja

Þjónusturáðgjafi innri þjónustu
Bílaumboðið Askja

Sumarstörf á Reykjanesi
Securitas

Sérfræðingur í persónu- og ferðatjónum
Vörður tryggingar