
Vörður tryggingar
Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.
Vörður hefur á að skipa þjónustulipru og vel upplýstu starfsfólki sem vinnur í fjölbreyttu og hvetjandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á traust og áreiðanleika í samskiptum.
Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.

Sérfræðingur í persónu- og ferðatjónum
Hefur þú áhuga á að ganga til liðs við öflugt fyrirtæki í miklum vexti sem býður upp á besta mötuneyti landsins og útsýni á heimsmælikvarða? Óskað er eftir sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingi til starfa í teymi persónutjóna. Starfið er í senn skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi. Við hvetjum áhugasama einstaklinga til að sækja um.
- Athugið: Pörun í starfið fer fram í gegnum Opus Futura, til að koma til greina þarf að vera með útfylltan prófíl þar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn vinnsla mála er varða persónutjón og ferðatjón.
- Sinna þjónustu við viðskiptavini félagsins eftir þörfum, t.d. með upplýsingagjöf.
- Tjónauppgjör og mat á bótaskyldu ásamt almennri afgreiðslu og vinnslu tjóna.
- Veita öðrum starfsmönnum teymisins stuðning og ráðgjöf.
- Vera í samskiptum við hagsmunaaðila í tengslum við vinnslu tjóna, t.d. lögmenn, lækna og heilbrigðisstofnanir.
- Taka ákvarðanir um bótaskyldu, kemur að útreikningum bóta og uppgjöri þeirra.
- Önnur tilfallandi verkefni svo sem þátttaka í vöruþróun og hvers kyns umbótaverkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. hjúkrunarfræði
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Skipulögð og vandvirk vinnubrögð ásamt hæfni til að vinna undir álagi.
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
- Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af tjónavinnslu og/eða vátryggingastarfsemi.
Auglýsing birt20. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
HjúkrunarfræðingurMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Hjúkrunarfræðingur á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild
Landspítali

Sérfræðingar í bókhaldi og uppgjörum
LOGN Bókhaldsstofa

Sérfræðingur í framleiðslu
Coripharma ehf.

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild taugasjúkdóma A3 Fossvogi
Landspítali

Þjónustufulltrúi – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær

Skrifstofufulltrúi með verkefnastjórn
Umhverfis- og skipulagssvið

Þjónustuhús í Vatnskarðsnámum - Hlutastarf
Steypustöðin - námur ehf.

Hjúkrunarfræðingur á bráðaöldrunarlækningadeild Fossvogi
Landspítali

Umsjónarmaður bókhalds og rekstrar
Sólheimar ses

Liðsauki í tjónaþjónustu Varðar
Vörður tryggingar

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtileg sumarstörf - Hjúkrunarfræðingur
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins