
Securitas
Securitas er þjónustufyrirtæki og er starf okkar að auka öryggi viðskiptavina með gildin okkar að leiðarljósi sem eru árvekni, heiðarleiki og hjálpsemi.
Hjá okkur starfa um 500 manns, flestir starfa á höfuðborgarsvæðinu en Securitas heldur úti þremur útibúum, á Akureyri, Eskifirði og Reykjanesi. Starfsfólkið samanstendur af fjölbreyttum og öflugum hóp fólks með ýmiskonar bakgrunn og menntun. Við leggjum mikið upp úr góðum anda á vinnustaðnum, jákvæðum samskiptum og búum þannig til umhverfi sem okkur öllum líður vel í. Umhverfið okkar er allt í senn krefjandi og skemmtilegt og hér er góð liðsheild sem skilar sér í meiri árangri og líflegri menningu og leggjum við mikla áherslu á samvinnu og fagmennsku. Það er gaman í vinnunni, mikið hlegið og við hjálpumst öll að við að gera dag hvers annars betri.
Securitas leggur áherslu á að skapa starfsfólki tækifæri til að þróast í starfi og takast á við krefjandi verkefni sem eflir það og styrkir. Við erum stolt af því hversu margir hafa fengið að vaxa og þróast í starfi hjá Securitas, en hér er möguleiki á öflugri starfsþróun og tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast í starfseminni á hverjum tíma.
Við leggjum okkur fram við að allir njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum og metum allt starfsfólk að verðleikum. Við tryggjum það að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kyns, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, trúar eða annarra þátta.

Sumarstörf á Reykjanesi
Vilt þú starfa við að auka öryggi viðskiptavina okkar?
Securitas á Reykjanesi leitar að kraftmiklum og jákvæðum einstaklingum í spennandi verkefni í staðbundinni gæslu og farandgæslu í sumar. Í boði eru fjölbreytt verkefni í samstilltum hópi sem veitir viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.
Ef þú...
- Býrð yfir mikilli þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Sýnir frumkvæði í starfi og getu til að vinna sjálfstætt
- Býrð yfir góðri íslenskukunnáttu og enskukunnáttu
- Hefur metnað til að takast á við krefjandi verkefni
...þá gætum við verið að leita af þér!
Í boði eru tvö ólík störf í sumar:
- Fullt starf í farandgæslu á Reykjanesi til að sinna eftirlitsferðum og útköllum á ýmsum svæðum. Unnið er á 12 tíma vöktum á vaktarkerfinu 5-5-4, ýmist dag- eða næturvöktum.
- Fullt starf í staðbundina gæslu á Reykjanesi til að sinna öryggisgæslu á verkstað og almennt eftirlit. Unnið er 12 tíma vaktir aðra hverja viku.
Við hvetjum öll kyn sem orðin eru 20 ára og eldri, með gilt ökuréttindi og hreint sakavottorð til þess að kynna sér störfin nánar og sækja um. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað.
Umsóknarfrestur er til og með 6. mars nk.
Nánar upplýsingar um starfið veitir Sævar Þór Svanlaugsson, verkefnastjóri gæslu á Reykjanesi í síma 580-7000.
Auglýsing birt20. febrúar 2025
Umsóknarfrestur6. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Iðavellir 13, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi
Alþjóðasetur

Þjónustufulltrúi – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær

Þjónustufulltrúi - sumarstarf
Strætó bs.

Starfsmaður á stjórnstöð - Sumarstarf
Öryggismiðstöðin

Öryggisverðir - Vaktferðir og útkallsþjónusta - Sumarstarf
Öryggismiðstöðin

Liðsauki í tjónaþjónustu Varðar
Vörður tryggingar

Þjónusturáðgjafi Mercedes-Benz
Bílaumboðið Askja

Þjónusturáðgjafi innri þjónustu
Bílaumboðið Askja

Sumarstarf á Reykjanesi/Summer job in Reykjanes
Securitas

Sumarstarf - Fullt starf í Kópavogslaug
Sumarstörf - Kópavogsbær

Öryggisverðir í hafnarþjónustu - Sumarstarf
Öryggismiðstöðin

Framtíðarstarf í olíubirgðastöð
Olíudreifing - Dreifing