
ELKO
ELKO, stærsta raftækjaverslun landsins, opnaði þann 28. febrúar árið 1998 og varð strax frá upphafi leiðandi á sínu sviði á Íslandi.
ELKO hefur ávallt haft það að markmiði að bjóða þekkt vörumerki raftækja á lágu verði.
Verslanir eru sex og með samtals 5.000 m2 sölusvæði auk stórs vöruhúss.
Hjá ELKO starfa um 240 manns. Verslanir ELKO eru í Lindum, Skeifunni, Granda, Akureyri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Vefverslun ELKO.is

Söluráðgjafi í ELKO Lindum
Langar þig að vinna á skemmtilegum vinnustað með fjölbreytt verkefni og frábæru samstarfsfólki? ELKO í Lindum leitar að starfsfólki sem er jákvætt og með mikla þjónustulund. ELKO leggur áherslu á góða nýliðamóttöku og þjálfun. Starf söluráðgjafa felur meðal annars í sér að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu, verðmerkja og stilla upp vörum eftir verslunarstöðlum. Vinnutími er almennt frá kl. 11-19 en getur breyst aðeins vegna starfsmannafræðslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf á vörum og þjónustu
- Áfylling og uppstilling
- Verðmerkingar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri
- Íslensku- og enskukunnátta skilyrði
- Framúrskarandi færni í samskiptum og rík þjónustulund
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
- Reynsla af þjónustustörfum er kostur
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Afsláttarkjör hjá ELKO, Krónunni og N1
- Aðgangur að velferðarpakka ELKO
- Aðgangur að fræðslupakka ELKO og Akademias
- Öflugt félagslíf með reglulegum viðburðum
- Starfsmannafélag með góðum vildarkjörum
- Niðurgreiddur hádegismatur
Auglýsing birt21. febrúar 2025
Umsóknarfrestur28. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skógarlind 2, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sölumaður í Reykjavík
Fast Parts ehf.

Gleraugnaverslun - framtíðarstarf
PLUSMINUS OPTIC

Samfélagsmiðlar og vefverslun
Polarn O. Pyret

Barnafataverslunin Polarn O. Pyret
Polarn O. Pyret

Ísbúðin Okkar í Hveragerði leitar að rekstrarstjóra
Hristingur ehf.

Lyfja Selfossi - Sala og þjónusta, Sumarstarf
Lyfja

Starfsmaður í verslun óskast
AB Varahlutir

Sölufulltrúi Icewear - Ísafjörður
ICEWEAR

Þjónustufulltrúi – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær

Þjónustufulltrúi - sumarstarf
Strætó bs.

Sala og þjónusta
Rubix Ísland ehf

Starfsfólk í ísbúð og booztbar - Akureyri
Ísbúðin Akureyri