Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið

Verkamaður við garðyrkju

Þjónustumiðstöðvar sinna margvíslegum verkefnum í borgarlandinu á sviði umhirðu gatna, gönguleiða og opinna svæða; m.a. hreinsun gatna og gönguleiða, vetrarþjónustu, grasslætti, grasviðgerðum, holuviðgerðum í götum, uppsetning jólaskrauts, áramótabrennum o.fl.

Starfið felst í viðhaldi grænna svæða, þar sem starfsmaður sér um að halda skrúðgörðum, trjágróðri og blómabeðum í góðu ástandi á opnum svæðum og stofnanalóðum. Í starfinu felst árlegt viðhald á grænum svæðum og virk þátttaka í verkefnum sem tengjast garðyrkju og umhverfisvernd.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðhald á grænum svæðum, þar á meðal skrúðgörðum, trjágróðri og blómabeðum á opnum svæðum og stofnanalóðum.
  • Gróðursetningar og framkvæmdir á grænum svæðum, þar á meðal útplantanir, runnagróður og sumarblóm.
  • Klippingar, grisjanir og viðhald á trjágróðri og gróðursvæðum.
  • Endurnýjun á beðum, viðhald á bekkjum, ruslatunnum og öðrum garðyrkjuáhöldum.
  • Vökvun og ruslatínsla á grænum svæðum.
  • Vetrarviðhald á trjágróðri, þar á meðal grisjun og klippingar.
  • Viðhald og viðgerðir á garðyrkjuáhöldum og öðrum búnaði.
  • Samskipti við almenning.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsmaður þarf að hafa góða þekkingu á garðyrkju, gróðursetningum, klippingu trjágróðurs, umhirðu og viðhaldi grænna svæða. Verklegt nám í garðyrkju er kostur.
  • Starfsmaður þarf að hafa ökuréttindi fyrir bifreiðar sem eru yfir 3,5 tonn og réttindi til að stýra krana undir 18 tonn.
  • Kunnátta í notkun og viðhaldi garðyrkjuáhalda og tækja, svo sem keðjusaga, slátturvéla, hekkklippa, jarðvegstætara og jarðvegsþjöppu, ásamt öryggisferlum sem tengjast notkun þeirra.
  • Réttindi til að nýta ýmis verkfæri og garðyrkjuáhöld eru æskileg.
  • Starfsmaður þarf að hafa góða líkamlega færni og úthald til að sinna verkefnum sem krefjast mikils líkamlegs álags.
  • Tungumálaviðmið samkvæmt samevrópska tungumálarammanum A1-A2 eða enskukunnátta A2.
Auglýsing birt21. febrúar 2025
Umsóknarfrestur2. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Valkvætt
Grunnfærni
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Grunnfærni
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.Ökuréttindi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar