Kirkjugarðar Reykjavíkur
Kirkjugarðar Reykjavíkur
Kirkjugarðar Reykjavíkur

Starf á sviði umhirðu og jarðsetninga

Kirkjugarðar Reykjavíkur leita að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í framtíðarstarf á sviði umhirðu og jarðsetninga.

Starfið felur í sér vinnu við grafartöku duftgrafa og hreinsun legsteina, einnig aðstoð á öðrum sviðum innan Kirkjugaða Reykjavíkur - Bálstofu og viðhald fasteigna. Um mjög fjölbreytt starf er að ræða þar sem reynir á skipulag, sjálfstæði og handlagni.

Unnið er að mestu sjálfstætt en líka í teymum.

Starfið er í mótun og því möguleiki á að það breytist.

Um fullt starf er að ræða og er vinnutími frá kl. 8 - 16 mánudaga til fimmtudaga en föstudaga er unnið til kl. 12 á hádegi. Gera má ráð fyrir einhverri yfirvinnu og er hún greidd sér.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Grafartaka duftgrafa í Fossvogi og Sóllandi en einnig víðar innan Kirkjugarða Reykjavíkur
  • Aðstoð við grafartekt og frágang
  • Hreinsun legsteina innan allra garða Kirkjugarða Reykjavíkur
  • Afleysing í bálstofu 
  • Aðstoð á fasteignasviði
  • Tilfallandi samskipti við gesti sem koma í garðana
  • Önnur tilfallandi störf
  • Í starfinu felst ábyrgð á að þjónustu sé sinnt á faglegan og nærgætinn hátt og að öryggistöðlum sé fylgt við dagleg störf.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfið gerir kröfur um handlægni, fumkvæði og útsjónarsemi.
  • Færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna í teymum.
  • Vinnuvélaréttindi I eða E kostur
Um Kirkjugarða Reykjavíkur

Kirkjugarðar Reykjavíkur er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem um 30 starfsmenn starfa. Fyrirtækið er í stefnumótunarferli og því er tækifæri til að hafa áhrif á uppbyggingu og menningu fyrirtækisins. 

Framtíðarsýn Kirkjugarða Reykjavíkur er að vera garður allra þeirra sem vilja kyrrð og ró í umhverfi sem einkennist af hlýju, umhyggju og kærleika. Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa opinn faðm gagnvart öllum þeim sem vilja kveðja ástvini sína og varðveita minningar. 

Gildi Kirkjugarða Reykjavíkur leggja grunn að góðri menningu innan garðanna, styðja við ákvaðanatöku, skapa samheldni meðal starfsfólks og byggja upp traust út í samfélaginu. 

Gildin okkar eru VIRÐING - UMHYGGJA - FAGMENNSKA - LIÐSHEILD

Heimasíða Kirkjugarða Reykjavíkur er: https://www.kirkjugardar.is/

 

 

Upplýsingar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Sif Þorgeirssdóttir sviðstjóri umhirðu og jarðsetninga hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2025

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Stundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar