
Umhverfis- og skipulagssvið
Á Umhverfis og skipulagssviði er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem eiga að auðga mannlífið í borginni.
Nánar má lesa um sviðið hér: https://reykjavik.is/umhverfis-og-skipulagssvid
Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs býr yfir einstakri fagþekkingu í þeim málaflokkum sem sviðið sinnir og gegnir lykilhlutverki í því að gera Reykjavík að enn betri borg. Leiðarljós sviðsins eru aukin lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg.

Garðyrkjufræðingur
Þjónustumiðstöðvar sinna margvíslegum verkefnum í borgarlandinu, svo sem umhirðu skrúðgarða, grænna svæða og gróðurs í götuumhverfi, umhirðu gatna, jólaskreytinga og vinnu við viðburði svo fátt eitt sé nefnt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald skrúðgarða og annarra garða í vesturhluta borgarinnar (vesturbæ, miðborg, Hlíðum og Túnum). Á þessu svæði eru margir almenningsgarðar, litlir sem stórir. Má þar nefna Hljómskálagarð og Klambratún.
- Ábyrgð og umsjón með gróðri (trjám, runnum og fjölæringum), svo sem klippingar og trjáfellingar, plantanir á trjám, runnum, fjölæringum og sumarblómum, illgresis- og ruslahreinsun, viðhaldi, endurnýjun á beðum , snjóhreinsun trappa og stétta o.fl.
- Útplöntun sumarblóma og haustlauka.
- Umhirða og möguleg útfærsla á blómabeðum, blómakerjum og blómakörfum í görðum og götuumhverfi.
- Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að vinna úti í öllum veðrum, að verkefnum sem geta verið líkamlega erfið.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Garðyrkjufræðingur úr Landbúnaðarháskóla Íslands, Garðyrkjuskólanum, FSu eða sambærileg menntun.
- Reynsla af störfum í garðyrkju nauðsynleg.
- Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
- Jákvæðni, stundvísi og samviskusemi mikilvæg.
- Lipurð í samskiptum og hæfni til að vinna í teymi.
- Reynsla af hópstjórn kostur.
- Almenn ökuréttindi.
- Líkamlegt hreysti.
- Íslensku- og/eða enskukunnátta B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Auglýsing birt21. febrúar 2025
Umsóknarfrestur2. mars 2025
Tungumálahæfni

Valkvætt

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiJákvæðniLíkamlegt hreystiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðVandvirkni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Verkamaður við garðyrkju
Umhverfis- og skipulagssvið

Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Ölfusi
Sveitarfélagið Ölfus

Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Ölfusi
Sveitarfélagið Ölfus

Verkefnastjóri umhverfis og garðyrkju
Seltjarnarnesbær

Sumarstarfsfólk Vinnuskóla Árborgar
Sumarstörf í Árborg

Sumarstörf 2025 - Orkuveitan
Orkuveitan

Fjölbreytt sumarstörf í Múlaþingi fyrir 18 ára og eldri
Fjölskyldusvið

Starf á sviði umhirðu og jarðsetninga
Kirkjugarðar Reykjavíkur

Sumarstarfsfólk í garðyrkjudeild
Akraneskaupstaður

Flokkstjóri Vinnuskóla Akraneskaupstaðar
Akraneskaupstaður

Yfirflokkstjóri hjá Þjónustumiðstöð
Sumarstörf - Kópavogsbær

Almenn sumarstörf fyrir ungt fólk (Með stuðning) 17-20 ára
Mosfellsbær