
Seltjarnarnesbær
Á Seltjarnarnesi búa um 4700 manns og leggur Seltjarnarnesbær áherslu á að tryggja íbúum góða alhliða þjónustu.

Verkefnastjóri umhverfis og garðyrkju
Seltjarnarnesbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu verkefnastjóra umhverfis og garðyrkju.
Starfshlutfall er 100%.
Leitað er að öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi.
Starfið heyrir undir sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á ásýnd umhverfis í sveitarfélaginu öllu, t.d. með umhirðu gróðurs og stígagerð í samstarfi við sviðsstjóra
- Ábyrgð á vinnuskóla Seltjarnarnesbæjar
- Umsjón með umhirðu leiksvæða, stofnanalóða og grænna svæða í sveitarfélaginu
- Umsjón með verkefnum tengdum friðlýstum náttúrusvæðum í samstarfi við umhverfisstofnun
- Umsjón með vernd fuglalífs á Seltjarnarnesi og ábyrgð á samskiptum við meindýraeyði
- Umsjón með umhverfisverkefnum sveitarfélagsins þ.m.t. umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar
- Aðkoma og framfylgd stefnumörkunar sveitarfélagsins í umhverfismálum
- Fræðsla og umsjón með úrgangsforvörnum, flokkun og endurvinnslu
- Umsjón með úrgangsmálum sveitarfélagsins í samstarfi við sviðsstjóra
- Umsjón með aðkeyptri þjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking á garðyrkju og umhverfismálum
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
- Reynsla af verkstjórn og/eða verkefnastjórnun og umhirðu grænna svæða
- Mikil samskipta- og samstarfshæfni og hæfni til að vinna í teymi
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg
- Frumkvæði og sveigjanleiki
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
- Bókasafnskort
- Afsláttur á korti í World Class
- Sundkort á Seltjarnarnesi
- Líkamsræktarstyrkur
Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur27. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Garðyrkjufræðingur
Umhverfis- og skipulagssvið

Verkefnastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar
UMF Stjarnan

Náttúrufræðingar óskast
Náttúrustofa Austurlands

Sérfræðingur í opinberum innkaupum
FSRE

Verkefnastjóri hjá FSRE
FSRE

Umsjón með innkaupum og búnaði
Náttúruverndarstofnun

Verkefnastjóri landupplýsingakerfis
Kópavogsbær

Stafrænn vörustjóri - B2B
Bláa Lónið

Verkefnastjóri í sjálfbærni
HS Orka

Þjónustu- og upplifunarstjóri Krónunnar
Krónan

Verkefnastjóri Byggingarframkvæmda
E. Sigurðsson

Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð