FSRE
FSRE

Verkefnastjóri hjá FSRE

FSRE leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi í öflugan hóp verkefnastjóra á sviði framkvæmda. Á sviðinu starfa þverfagleg teymi sérfræðinga og verkefnastjóra sem leiða fjölbreytt framkvæmdaverkefni um allt land. FSRE stuðlar að stöðugum framförum í byggingar- og mannvirkjagerð á Íslandi og leitast við að vera leiðandi afl og í fararbroddi við öflun á góðu en hagkvæmu húsnæði í allra þágu.

FSRE hefur yfirumsjón með húsnæðisöflun fyrir stofnanir ríkisins. Auk þess að stýra hönnun, undirbúningi og eftirliti með framkvæmdum við nýbyggingar felur starfsemin í sér verkefni sem varða breytingar og endurbætur á eldra húsnæði og aðstöðu.

Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf á framsæknum og nútímalegum vinnustað.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnisstjórn framkvæmda- og leiguverkefna, á stigi undirbúnings, hönnunar og/eða framkvæmda 

  • Gerð þarfa- og kostnaðargreininga og kostnaðar- og tímaáætlana 

  • Umsjón með útboðsferli framkvæmdaverkefna  

  • Mat á viðhalds- og endurbótaþörf fasteigna í samráði við önnur svið FSRE  

  • Þátttaka í þróun lausna í samstarfi við aðra sérfræðinga innan og utan stofnunarinnar 

  • Þátttaka í framþróun verkefnastjórnunar, sem og annarra umbótaverkefna 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi  

  • Menntun, vottun eða farsæl reynsla í verkefnastjórn 

  • Reynsla af hönnun og/eða verklegum framkvæmdum er kostur

  • Þekking eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur 

  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni  

  • Frumkvæði, metnaður, skipulagsfærni og öguð vinnubrögð 

  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti 

Auglýsing birt17. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar