
Verkefnastjóri hjá FSRE
FSRE leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi í öflugan hóp verkefnastjóra á sviði framkvæmda. Á sviðinu starfa þverfagleg teymi sérfræðinga og verkefnastjóra sem leiða fjölbreytt framkvæmdaverkefni um allt land. FSRE stuðlar að stöðugum framförum í byggingar- og mannvirkjagerð á Íslandi og leitast við að vera leiðandi afl og í fararbroddi við öflun á góðu en hagkvæmu húsnæði í allra þágu.
FSRE hefur yfirumsjón með húsnæðisöflun fyrir stofnanir ríkisins. Auk þess að stýra hönnun, undirbúningi og eftirliti með framkvæmdum við nýbyggingar felur starfsemin í sér verkefni sem varða breytingar og endurbætur á eldra húsnæði og aðstöðu.
Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf á framsæknum og nútímalegum vinnustað.
-
Verkefnisstjórn framkvæmda- og leiguverkefna, á stigi undirbúnings, hönnunar og/eða framkvæmda
-
Gerð þarfa- og kostnaðargreininga og kostnaðar- og tímaáætlana
-
Umsjón með útboðsferli framkvæmdaverkefna
-
Mat á viðhalds- og endurbótaþörf fasteigna í samráði við önnur svið FSRE
-
Þátttaka í þróun lausna í samstarfi við aðra sérfræðinga innan og utan stofnunarinnar
-
Þátttaka í framþróun verkefnastjórnunar, sem og annarra umbótaverkefna
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-
Menntun, vottun eða farsæl reynsla í verkefnastjórn
-
Reynsla af hönnun og/eða verklegum framkvæmdum er kostur
-
Þekking eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
-
Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
-
Frumkvæði, metnaður, skipulagsfærni og öguð vinnubrögð
-
Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti













