FSRE
FSRE

Sérfræðingur í opinberum innkaupum

FSRE leitar að lausnamiðuðum, nákvæmum og framsæknum einstaklingi með þekkingu og áhuga á opinberum innkaupum. Starfið felur í sér ráðgjöf og þátttöku í útboðsmálum vegna framkvæmdaverkefna FSRE. Viðkomandi mun tilheyra teymi sérfræðinga á þjónustusviði sem veitir ráðgjöf og stuðning við verkefni FSRE.

FSRE hefur yfirumsjón með húsnæðisöflun fyrir stofnanir ríkisins. Auk þess að stýra hönnun, undirbúningi og eftirliti með framkvæmdum við nýbyggingar felur starfsemin í sér verkefni sem varða breytingar og endurbætur á húsnæði í eignasafni Ríkiseigna og aðstöðu. Einnig hefur FSRE umsjón með uppbyggingu ofanflóðavarna og náttúruinnviða um land allt.

FSRE annast fasteigir ríkisins og hefur umsjón með 380 eignum fyrir opinbera aðila og um 300 jörðum og landsvæðum. Á árinu er áætlað að bjóða út verkefni vegna viðhalds og nýframkvæmda fyrir rúma 50 milljarða króna og því vantar okkur öflugan liðsmann í innkaupateymi okkar!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf við val á innkaupaleiðum
  • Gerð útboðsgagna og eftirfylgni innkaupaferla
  • Mat á innsendum tilboðum
  • Framsetning gagna vegna ákvarðanatöku um framgang verkefna
  • Þátttaka í framþróun innkaupamála og almennra umbótaverkefna hjá stofnuninni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking af innkaupum og útboðsmálum er kostur
  • Reynsla og þekking af framkvæmdaverkefnum er kostur
  • Þekking eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Þekking á sjálfvirknivæðingu og nýtingu gervigreindar er kostur
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði, metnaður, skipulagsfærni og öguð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti
Auglýsing birt17. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar