Krónan
Krónan
Krónan

Þjónustu- og upplifunarstjóri Krónunnar

Krónan leitar að jákvæðum og kraftmiklum starfsmanni til að byggja upp og leiða þjónustuupplifun viðskiptavina Krónunnar.

Starfið felur í sér að innleiða verkferla þjónustuvers Krónunnar, skapa heildstæða upplifun fyrir viðskiptavini, bera ábyrgð á samræmdum lausnum verkefna og veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Jafnframt mun starfsmaðurinn leiða innleiðingu á CRM kerfi.

Við leitum að einstaklingi sem brennur fyrir þjónustu og upplifun viðskiptavina, býr yfir sjálfsöryggi og hæfni til að fylgja verkum til fullnustu og getur hafið störf sem fyrst. Í boði er 70-100% starfshlutfall.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á þjónustuupplifun viðskiptavina og samræmdum lausnum verkefna
  • Umsjón með þjónustuveri Krónunnar
  • Samskipti og almenn þjónusta við viðskiptavini
  • Stefnumótun og innleiðing verkferla þjónustuvers
  • Skilningur á þörfum viðskiptavina og geta til úrlausna
  • Innleiðing á CRM kerfi
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
  • Mikil þekking og reynsla af notkun CRM kerfa
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, í rituðu og töluðu máli
  • Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og hæfni í samskiptum
  • Mjög rík þjónustulund
  • Geta til að vinna undir álagi og bera ábyrgð
  • Reynsla af innleiðingu CRM kerfis er kostur
  • Lean kunnátta kostur
  • Auðvelt með að vinna í teymi
Fríðindi í starfi
  • Styrkur til heilsueflingar
  • Aðgangur að Velferðarþjónustu Krónunnar
  • Afsláttarkjör hjá N1, Krónunni, ELKO og Lyfju
Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur2. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.CRMPathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.LeanPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar