
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið.
Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og tvö stoðsvið, stjórnsýslusvið og fjármálasvið. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum.
Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni.. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best.
Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.

Verkefnastjóri landupplýsingakerfis
Við leitum að fjölhæfum starfsmanni til að leiða stafræna upplýsingamiðlun hjá framkvæmdadeild Kópavogsbæjar sem hefur áhuga á að starfa hjá einu öflugasta sveitafélagi landsins.
Starf verkefnastjóra landupplýsinga og miðlunar tilheyrir öflugum og færum hópi starfsmanna umhverfissviðs sveitarfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með landfræðilegum gagnagrunni og annast skráningu og birtingu gagna
- Umsjón með aðkeyptri þjónustu vegna landupplýsinga
- Vinnur að stefnumótun gagnastefnu Kópavogsbæjar
- Sér um uppfærslu landupplýsingagna
- Aflar, skráir og varðveitir hönnunargögn vegna gatna, veitna og annarra mannvirkja
- Annast útgáfu rafrænna korta
- Greinir landfræðileg gögn í samstarfi við aðrar deildir og svið
- Leiðir vinnu við uppfærslu landupplýsingakerfis í samvinnu við deildarstjóra
- Ráðgjöf er varðar útgáfu efnis úr landupplýsingakerfi til annarra starfsmanna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði raunvísinda eða annarra greina sem nýtast í starfi
- Mjög góð þekking á landupplýsingakerfi, þá sérstaklega QGIS og ArcGis
- Reynsla af rekstri landupplýsingakerfis skilyrði
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg
- Góð þekking og færni á Word og Excel
- Góðir samskiptahæfileikar
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.
Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í kerfisgreiningum
Landsnet hf.

Hönnuður ljósleiðarakerfis
Ljósleiðarinn

Tækniteiknari
VSB verkfræðistofa

Sviðsstjóri samgöngu- og skipulagssviðs
VSB verkfræðistofa

Planning Staff
PLAY

Náttúrufræðingar óskast
Náttúrustofa Austurlands

Verkefnastjóri hjá FSRE
FSRE

Sérfræðingur í stafrænum lausnum og greiðslum
Íslandsbanki

Taktu þátt í þróun líftæknilyfja með Alvotech!
Alvotech hf

Gæðastjóri matvælaframleiðslu
Matarkompani

Fjölbreytt sumarstörf hjá Veitum
Veitur

VERKEFNASTJÓRI
ÞakCo