Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Verkefnastjóri landupplýsingakerfis

Við leitum að fjölhæfum starfsmanni til að leiða stafræna upplýsingamiðlun hjá framkvæmdadeild Kópavogsbæjar sem hefur áhuga á að starfa hjá einu öflugasta sveitafélagi landsins.

Starf verkefnastjóra landupplýsinga og miðlunar tilheyrir öflugum og færum hópi starfsmanna umhverfissviðs sveitarfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með landfræðilegum gagnagrunni og annast skráningu og birtingu gagna
  • Umsjón með aðkeyptri þjónustu vegna landupplýsinga
  • Vinnur að stefnumótun gagnastefnu Kópavogsbæjar
  • Sér um uppfærslu landupplýsingagna
  • Aflar, skráir og varðveitir hönnunargögn vegna gatna, veitna og annarra mannvirkja
  • Annast útgáfu rafrænna korta
  • Greinir landfræðileg gögn í samstarfi við aðrar deildir og svið
  • Leiðir vinnu við uppfærslu landupplýsingakerfis í samvinnu við deildarstjóra
  • Ráðgjöf er varðar útgáfu efnis úr landupplýsingakerfi til annarra starfsmanna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði raunvísinda eða annarra greina sem nýtast í starfi
  • Mjög góð þekking á landupplýsingakerfi, þá sérstaklega QGIS og ArcGis
  • Reynsla af rekstri landupplýsingakerfis skilyrði
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg
  • Góð þekking og færni á Word og Excel
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins. 

Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar