
Umsjón með innkaupum og búnaði
Náttúruverndarstofnun leitar eftir starfsmanni til að samræma innkaup á tækjum og búnaði, þar á meðal ökutækjum stofnunarinnar og greina tækifæri til hagræðingar. Leitað er að talnaglöggum einstaklingi með góða greiningarfærni og hæfni til að finna bestu lausnirnar hverju sinni. Um er að ræða nýtt starf hjá stofnuninni sem ráðið verður í til 1 árs með möguleika á framlengingu. Starfið tilheyrir fjármálasviði stofnunarinnar en krefst mikillar samvinnu við starfsfólk um allt land.
Náttúruverndarstofnun tók til starfa þann 1. janúar 2025 og tekur stofnunin við starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs og þeim hluta Umhverfisstofnunar er lýtur að náttúruvernd og lífríkis- og veiðistjórnun. Stofnunin fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar, sjálfbærrar þróunar og friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. Þá sinnir stofnunin samhæfingu í skipulagi svæðisbundinnar stjórnunar og verndar og eftirliti á ofangreindum sviðum.
-
Samræma innkaupaferla, skipulagning og faglegur stuðningur í innkaupamálum, s.s. í útboðum og verðfyrirspurnum.
-
Greina tækifæri til hagkvæmari innkaupa, draga úr sóun og bæta nýtingu.
-
Hafa heildaryfirsýn yfir búnað stofnunarinnar, s.s. ökutæki, farsíma, spjaldtölvur, talstöðvar og annan búnað landvarða.
-
Utanumhald um búnaðareign, mótun verklagsreglna og eftirlit, samskipti við birgja og stuðningur við starfsmenn.
-
Greining á tækifærum til umbóta í rekstri, til að spara kostnað og auðvelda vinnu annarra starfsmanna.
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræðimenntun
-
Reynsla af sambærilegum verkefnum er æskileg
-
Góð greiningarhæfni
-
Talnagleggni
-
Góð færni í að hagnýta stafrænar lausnir
-
Skipulaghæfni, frumkvæði og faglegur metnaður
-
Hæfni til að fylgja málum eftir og finna bestu lausnir hverju sinni
-
Hæfni í mannlegum samskipum
-
Ökuréttindi











