Verkís
Verkís
Verkís

Viðskiptafræðingur á fjármálasvið

Við leitum að öflugum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á fjármálasviði Verkís. Starfið felst m.a. í verkbókhaldi, fjárhagsbókhaldi, reikningagerð, fjárhagsgreiningum auk annarra tilfallandi verkefna á fjármálasviði.

Við leitum eftir einstaklingi sem er talnaglöggur, með góða greiningarfærni og tilbúinn til að setja sig inn í fjölbreytt verkefni. Við leggjum mikla áherslu á að viðkomandi sé nákvæmur í vinnubrögðum, búi yfir góðri skipulagshæfni og ríkri þjónustulund. Færni í Norðurlandatungumáli er mikill kostur.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Próf í viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun
  • Góð færni í Excel og Power BI
  • Reynsla í Microsoft Dynamics NAV er kostur
  • Reynsla af fjárhags- og verkbókhaldi er kostur
Auglýsing birt20. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Viðskiptafræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar