Nói Síríus
Nói Síríus
Nói Síríus

Sérfræðingur í viðskiptagreiningum (Business Controller)

Vilt þú starfa með sætustu vörumerkjum landsins?

Við hjá Nóa Síríus erum að leita að drífandi og framsýnum sérfræðingi í viðskiptagreiningum (Business Controller) til að taka þátt í greiningum, áætlanagerð og lykil árangursmælingum. Þetta er spennandi tækifæri fyrir einstakling sem hefur áhuga á að vinna í alþjóðlegu umhverfi og hefur drifkraft til að hrinda verkefnum í framkvæmd og fylgja þeim eftir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðhald og stöðug þróun á verklagi við stjórnendaskýrslur, árangursmælingar og greiningar til að miðla lykilupplýsingum úr rekstri
  • Greining á söluleiðum og tekjustýringu
  • Uppbygging á mánaðarlegum stjórnendaskýrslum ásamt ítarlegum greiningum og eftirliti með lykil árangursmælikvörðum
  • Þátttaka í vali og/eða innleiðingu á lausnum til að styðja við frekari uppbyggingu á sviði greininga, áætlana og eftirlits
  • Vinnur náið með framkvæmdastjórn við ofangreind verkefni og aðrar greiningar og árangursmælingar
  • Önnur tilfallandi verkefni á sviði árangursmælinga og greininga þvert á fyrirtækið
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í viðskipta- eða verkfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af svipuðu starfi á fjármálasviði
  • Færni og skilningur á fjárhagslegum greiningum, ásamt þekkingu á árangursmælingum og áætlanagerð
  • Skilningur á almennum rekstraruppgjörum og viðskiptakerfum sem og greiningartólum
  • Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
  • Færni í framsetningu á niðurstöðum greininga
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund
  • Frumkvæði, fagmennska, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Jákvæðni, áreiðanleiki og framsækni
  • Skipulagshæfni og nákvæmni
  • Hæfni í samskiptum og gott vald á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur morgun- og hádegismatur
  • Íþróttastyrkur
  • Heilsufarsskoðun og velferðarþjónusta frá utanaðkomandi fagaðila
  • Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins
  • Virkt starfsmannafélag
  • Golfklúbbur
  • Píluklúbbur
Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur9. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hestháls 2-4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar