

Verkfræðingur í Gæðasetri
Hefurðu áhuga á að skilja hvers vegna hlutir bila eða brotna? Nýturðu þess að leysa flókin vandamál með greiningu og kerfisbundinni nálgun? Gæðasetur Össurar leitar að jákvæðum og metnaðarfullum sérfræðingi í greiningu á lækningatækjum, sem mun leiða aðferðir við bilanagreiningu þvert á alþjóðlegar starfsstöðvar Össurar. Starfið felur í sér greiningu á tækjum sem berast frá viðskiptavinum, svörun við fyrirspurnum tengdum gæðum og bilunum, ásamt því að þróa og bæta verklag við bilanagreiningu. Þú munt vinna náið með mörgum deildum, þar á meðal þróunardeild og framleiðsludeild, með það að markmiði að bæta áreiðanleika vara og öryggi notenda.
- Sérfræðingur í bilanagreiningum á vörum.
- Greina tæki sem berast frá viðskiptavinum og meðhöndla kvartanir.
- Framkvæma kerfisbundið mat á virkni tækja á markaði.
- Meta áhættu, greina orsakir bilana og bregðast við fyrirspurnum viðskiptavina.
- Þróa og viðhalda aðferðir og verklag tengt greiningu á vörum.
- Hanna búnað og bæta aðferðir fyrir greiningar.
- Koma niðurstöðum greininga skýrt á framfæri í skýrslum og samskiptum við aðrar deildir.
- Styðja Gæðasetrið í öðrum verkefnum, eins og prófunum á vörum og skýrslugerð.
- Háskólagráða (BS) í verkfræði eða skyldu fagi, t.d. verkfræði, tæknifræði eða véltækni.
- Að lágmarki 3 ára reynsla í verkfræði tengdri véltækni, smíði, bilunum eða brotfræðum.
- Haldbær þekking og reynsla á efna-, efnis- eða brotfræði.
- Góð færni í gagnameðhöndlun (Excel, Pivot töflur, Power BI er kostur).
- Sterkur greiningarhæfileiki og áhugi á að leita orsaka bilana.
- Þekking á kröfum fyrir lækningatæki er kostur.
- Góð samskiptafærni og hæfni til að skýra tæknileg málefni á skiljanlegan hátt.
- Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi.
- Framúrskarandi kunnátta í ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
-
Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat
-
Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
- Sveigjanlegur vinnutími
- Starfsþróun
-
Öflugt félagslíf













