Nói Síríus
Nói Síríus
Nói Síríus

Verkstjóri í framleiðslu

Vilt þú starfa með sætustu vörumerkjum landsins?

Hefur þú reynslu af því að leiða fjölbreytt teymi? Við leitum að kröftugum, jákvæðum og metnaðarfullum leiðtoga í starf verkstjóra í framleiðslu sem býr yfir skipulagi og lipurð í mannlegum samskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með daglegri framleiðslu deildarinnar
  • Tekur þátt í gerð framleiðsluáætlana fyrir deildina
  • Fer með mannaforráð og hefur umsjón með daglegum samskiptum við starfsmenn og úthlutun verka
  • Stjórnun og eftirfylgni með daglegum verkefnum í framleiðslu
  • Ber ábyrgð á daglegri umgengni á vinnusvæði í sinni deild og umhirðu framleiðslutækja
  • Tekur þátt í þróun og umbótum á framleiðsluferlum
  • Er leiðandi í að tryggja öruggt vinnuumhverfi í samvinnu við öryggis- og framleiðslustjóra
  • Almenn framleiðslustörf
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framleiðslustjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stjórnun í framleiðslu
  • Reynsla í matvælaiðnaði er kostur
  • Góð færni í skipulagningu og forgangsröðun verkefna
  • Leiðtogahæfileikar og færni í að byggja upp sterkt teymi
  • Þekking á gæðakerfum og öryggisstöðlum í matvælaframleiðslu er kostur
  • Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og jákvætt hugarfar
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð samskiptafærni og íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnáta
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur morgun- og hádegismatur
  • Íþróttastyrkur
  • Heilsufarsskoðun og velferðarþjónusta frá utanaðkomandi fagaðila
  • Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins
  • Virkt starfsmannafélag
  • Golfklúbbur
  • Píluklúbbur
Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur9. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hestháls 2-4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar