
Smíðaverk ehf.
Smíðaverk hefur yfir 25 ára reynslu af öllu sem tengist byggingarframkvæmdum. Fyrirtækið var stofnað árið 2001 og hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum, allt frá viðhalds- og þjónustuverkefnum til nýbygginga. Smíðaverk sér meðal annars um þak- og steypuvinnu, verkefnastjórn, hurðauppsetningar og fleira. Hjá Smíðaverk starfa að meðaltali 17 starfsmenn með margra ára reynslu á helstu sviðum framkvæmda, sem eru í stakk búnir til að takast á við alla þætti byggingarverkefna.
Verkstjóri
Smíðaverk leitar að öflugum og skipulögðum verkstjóra til að taka að sér leiðandi hlutverk í fjölbreyttum byggingarverkefnum.
Um fjölbreytt og spennandi verkefni er að ræða og mun viðkomandi fá tækifæri til þess að þróast faglega. Smíðaverk býður upp á gott starfsumhverfi með öflugu teymi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Áætlanagerð og skipulagning framkvæmda
- Umsjón með pöntunum á byggingarefni og samhæfing afhendinga
- Verkstýring á byggingarverkefnum og framkvæmdum á verkstað
- Fylgjast með framgangi verkefna og tryggja að gæðakröfur séu uppfylltar
- Samskipti við birgja, undirverktaka og samstarfsaðila
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. húsasmíði, byggingatæknifræði eða verkfræði
- Reynsla af verkstjórn innan byggingariðnaðarins
- Góð tölvukunnátta og reynsla af notkun Excel
- Frumkvæði, lausnamiðuð nálgun og sterk samskiptafærni
- Skipulagshæfileikar og geta til að vinna undir álagi
Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur5. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skútuhraun 5
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFrumkvæðiHúsasmíðiMannleg samskiptiMicrosoft ExcelSkipulagVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Burðarvirkjahönnuður
VSB verkfræðistofa

Veghönnuður
VSB verkfræðistofa

Liðsauki í tjónaþjónustu Varðar
Vörður tryggingar

Verkefnastjóri hjá FSRE
FSRE

Leitum að smið eða mjög handlögnum verkamanni með reynslu
Pávers ehf

VERKEFNASTJÓRI
ÞakCo

Verkstjóri í framleiðslu
Nói Síríus

Smiður/vanur iðnaðarmaður
Valsmíði ehf.

Afltak óskar eftir smiðum til starfa.
Afltak ehf

Smiður
Félagsstofnun stúdenta

Byggingafræðingur/Byggingartæknifræðingur
Verksýn

Smiðir / Carpenters
Atlas Verktakar ehf