SA Lyfjaskömmtun - framtíðarstarf
Lyf og heilsa leitar að traustum og nákvæmum starfsmanni til starfa í SA lyfjaskömmtun. Innan einingarinnar starfar samheldinn og metnaðarfullur hópur þar sem rík áhersla er lögð á góðan starfsanda og góða þjónustu við viðskiptavini.
Vinnutími er kl 8-16/ kl 9-17 alla virka daga (til skiptis í viku og viku).
Um framtíðarstarf er að ræða
Starfssvið:
- Vinna við skömmtunarvélar.
- Pökkun lyfjasendinga
- Önnur almenn og tilfallandi verkefni við lyfjaskömmtun.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af starfi í lyfjaskömmtun, apóteki eða við framleiðslu er kostur.
- Lyfjatæknimenntun er mikill kostur.
- Innsýn og áhugi af vinnu samkvæmt gæðaferlum.
- Góð tækni og tölvukunnátta.
- Nákvæmni í vinnubrögðum er skilyrði.
- Góð samskiptahæfni.
- Lágmarksaldur er 20 ára.
Lyf og heilsa er framsækið þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið. Fyrirtækið leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu á sviði heilsu, heilbrigði og lífsgæða.