

Starfsmaður í lífdísilframleiðslu Orkeyjar
Viltu vinna í umhverfisvænu og fjölbreyttu starfi? Orkey leitar að öflugum, sjálfstæðum og jákvæðum einstaklingi til að starfa við framleiðslu lífdísils á Akureyri. Viðkomandi mun hafa umsjón með daglegri framleiðslu fyrirtækisins og almennu viðhaldi verksmiðjunnar. Í starfinu felst einnig móttaka hráefna, afgreiðsla afurða, mælingar og skráningar. Viðkomandi mun þar að auki koma að stækkun framleiðslunnar á næstu árum. Um er að ræða fullt starf.
-
Stýra framleiðsluferli lífdísils, móttaka hráefna og afgreiðsla framleiddra vara
-
Mælingar og skráning í gæðakerfi
-
Eftirlit og viðhald á tækjum og vinnusvæði
-
Almenn verkstæðisvinna og önnur tilfallandi verkefni
-
Áreiðanleiki og stundvísi
-
Vilji til að læra og tileinka sér nýja færni
-
Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi
-
Gott vinnusiðferði og jákvæðni
-
Lyftarapróf
-
Grunnhæfni við tölvuvinnu
-
Iðn-, vélvirkja- eða vélstjórnarmenntun er kostur












