Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn

Hönnuður ljósleiðarakerfis

Við leitum að lausnamiðuðum og tækniþenkjandi einstaklingi til að taka þátt í uppbyggingu og þróun ljósleiðaranets á Íslandi. Þetta er einstakt tækifæri fyrir skipulagðan og útsjónarsaman aðila til að hafa áhrif á framtíð fjarskipta með hönnun og viðhaldi á háhraða ljósleiðarakerfi sem tengir heimili, fyrirtæki, stofnanir og fleira á stórum hluta landsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun, skráning og viðhald ljósleiðarakerfis Ljósleiðarans
  • Skráningar og eftirfylgni verkefna
  • Áætlanagerð um kostnað vegna framkvæmda og viðhalds ljósleiðarakerfisins
  • Samskipti við innri aðila, verktaka og aðra samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð tölvufærni
  • Reynsla eða þekking á ljósleiðarakerfum, landupplýsingakerfum eða lagnahönnun er kostur
  • Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Skipulagsfærni og lausnamiðuð nálgun
  • Sjálfstæð, fagleg vinnubrögð og frumkvæði
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku
  • Góð öryggismeðvitund
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði, tæknifræði eða rafiðnfræði
Auglýsing birt20. febrúar 2025
Umsóknarfrestur6. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar