
Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn byggir upp og rekur ljósleiðaranet fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Með þéttu neti ljósleiðaraþráða tryggir Ljósleiðarinn landsmönnum hraðan, öruggan og hnökralausan aðgang að tækifærum framtíðarinnar. Ljósleiðarinn leggur áherslu á skjóta og örugga þjónustu. Í einni heimsókn eru þráðlaus tæki heimilisins tengd við ljósleiðara þar sem möguleikarnir eru endalausir. Ljósleiðarinn tryggir að tækifærin sem felast í tækniframförum framtíðarinnar rati til allra. Með tengingu við Ljósleiðarann færðu hnökralaust samband við framtíðina. Þannig gerum við allt mögulegt mögulegt.

Hönnuður ljósleiðarakerfis
Við leitum að lausnamiðuðum og tækniþenkjandi einstaklingi til að taka þátt í uppbyggingu og þróun ljósleiðaranets á Íslandi. Þetta er einstakt tækifæri fyrir skipulagðan og útsjónarsaman aðila til að hafa áhrif á framtíð fjarskipta með hönnun og viðhaldi á háhraða ljósleiðarakerfi sem tengir heimili, fyrirtæki, stofnanir og fleira á stórum hluta landsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun, skráning og viðhald ljósleiðarakerfis Ljósleiðarans
- Skráningar og eftirfylgni verkefna
- Áætlanagerð um kostnað vegna framkvæmda og viðhalds ljósleiðarakerfisins
- Samskipti við innri aðila, verktaka og aðra samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð tölvufærni
- Reynsla eða þekking á ljósleiðarakerfum, landupplýsingakerfum eða lagnahönnun er kostur
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Skipulagsfærni og lausnamiðuð nálgun
- Sjálfstæð, fagleg vinnubrögð og frumkvæði
- Góð kunnátta í íslensku og ensku
- Góð öryggismeðvitund
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði, tæknifræði eða rafiðnfræði
Auglýsing birt20. febrúar 2025
Umsóknarfrestur6. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Rekstarstjóri á Þjórsársvæði
Landsvirkjun

Sérfræðingur í kerfisrekstri
Míla hf

Verkfræðingur í Gæðasetri
Embla Medical | Össur

Gatna- og veituhönnuður
VSB verkfræðistofa

Burðarvirkjahönnuður
VSB verkfræðistofa

Veghönnuður
VSB verkfræðistofa

Sérfræðingur í kerfisgreiningum
Landsnet hf.

Tækniteiknari
VSB verkfræðistofa

Sviðsstjóri samgöngu- og skipulagssviðs
VSB verkfræðistofa

Planning Staff
PLAY

Verkefnastjóri hjá FSRE
FSRE

Sérfræðingur í stafrænum lausnum og greiðslum
Íslandsbanki