
Íslandsbanki
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum.
Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu.

Sérfræðingur í stafrænum lausnum og greiðslum
Við leitum að framsæknum og drífandi einstaklingi í stafrænum lausnum og greiðslum á Viðskiptabankasvið Íslandsbanka. Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, kraftmikill, sjálfstæður og tilbúinn að láta til sín taka. Í starfinu felast fjölbreytt verkefni tengd stafrænni vegferð, greiðslum og fleiru í samvinnu við ýmsa hagaðila og vöruteymi innan bankans.
Viðskiptabanki veitir vaxandi hópi lítilla og meðalstórra fyrirtækja um land allt alhliða fjármálaþjónustu. Viðskiptavinir okkar standa undir kraftmikilli verðmætasköpun í öllum atvinnugreinum og eru mikilvægur þáttur í að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Taka þátt í og móta stafræna vegferð Viðskiptabanka
- Þróa og viðhalda kerfum og ferlum sem tengjast innlendum og erlendum greiðslum
- Þátttaka í nýsköpun og stefnumótun
- Koma auga á og þróa nýjar vörur og lausnir
- Samstarf við aðrar einingar bankans, viðskiptavini og haghafa
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leiðtogahæfni og framúrskarandi samskiptafærni
- Mikill metnaður, nýjungagirni og áhugi á stafrænni þjónustu, greiðslum og ferlum
- Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
- Þekking á fjármálaumhverfi og hugbúnaðarþróun æskileg en ekki nauðsynleg
- Mikil reynsla af teymisvinnu og að leiða verkefni
Auglýsing birt20. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hagasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiHeiðarleikiHugmyndaauðgiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSveigjanleikiTeymisvinnaVandvirkniVinna undir álagiÞjónustulundÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Rekstarstjóri á Þjórsársvæði
Landsvirkjun

Sérfræðingar í bókhaldi og uppgjörum
LOGN Bókhaldsstofa

Sérfræðingur í kerfisrekstri
Míla hf

Verkfræðingur í Gæðasetri
Embla Medical | Össur

Upplýsingatæknisérfræðingur / IT Application Senior Analyst
Alcoa Fjarðaál

Gatna- og veituhönnuður
VSB verkfræðistofa

Burðarvirkjahönnuður
VSB verkfræðistofa

Veghönnuður
VSB verkfræðistofa

Sérfræðingur í kerfisgreiningum
Landsnet hf.

Hugbúnaðarsérfræðingur
Verkís

Viðskiptafræðingur á fjármálasvið
Verkís

Hönnuður ljósleiðarakerfis
Ljósleiðarinn