
Alcoa Fjarðaál
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Fjarðaál er eitt af nútímalegustu og tæknilega fullkomnustu álverum heims og er fyrirmynd hvað varðar umhverfisvernd og jafnréttismál. Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.
Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.
Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar
Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar
Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.

Upplýsingatæknisérfræðingur / IT Application Senior Analyst
Alcoa Fjarðaál leitar að upplýsingatæknisérfræðingi til þess að ganga til liðs við öflugt upplýsingatækniteymi okkar. Starfið felur í sér að greina þarfir, sérsníða forrit, samræma kerfisprófanir, leysa vandamál og veita tæknilega aðstoð, með áherslu á gagnaöryggi og reglulegt viðhald.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stefnumótun í þróun framleiðslukerfa Fjarðaáls
- Verkefnastjórnun við þróun nýrra eiginleika og nýrra kerfa
- Eftirlit með rekstri og uppsetningu framleiðslukerfa
- Gagnavinnsla og skýrslugerð
- Ráðgjöf og þjónusta fyrir notendur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði
- Góð þekking á SQL, JavaScript/JSON og Python er æskileg
- Þekking á Azure umhverfinu og Databricks er kostur
- Hæfni til að vinna með fjölbreyttum hópi fólks
- Vilji og geta til að kenna og fræða
- Skipulögð, sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð
- Hæfni sem er mikilvæg fyrir þessa stöðu: Góð framkvæmdargeta og ábyrgð
- Góð þekking á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
- Gott mötuneyti
- Rútuferðir til og frá vinnu
- Velferðaþjónusta
Auglýsing birt21. febrúar 2025
Umsóknarfrestur2. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hraun 158199, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Hönnun ferlaJavaScriptPythonSQLTölvuöryggi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Hugbúnaðarsérfræðingur
Verkís

Summer Employee - Associate Software Engineer
Marel

DevOps
Helix Health

Forritari í þróunarteymi
dk hugbúnaður ehf.

Ráðgjafi í þjónustuteymi
dk hugbúnaður ehf.

Ráðgjafi í tækniteymi
dk hugbúnaður ehf.

Sérfræðingur í stafrænum lausnum og greiðslum
Íslandsbanki

Ráðgjafi í viðskiptalausnum
Wise ehf.

Sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar
Bláa Lónið

Viðskipta- og ferlagreinandi stafrænna lausna
Bláa Lónið

Stafrænn vörustjóri - B2B
Bláa Lónið

Gagnaforritari – Data Engineer
Orkuveitan