
Orkuveitan
Orkuveitan styður vaxandi samfélög, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.
Hjá Orkuveitunni leggjum við áherslu á að vinna með fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem býr yfir eða hefur vilja til að byggja upp þá hæfni sem hentar verkefnum hverju sinni. Við tökum forystu í verkefnum og hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi.
Við tryggjum góðan aðbúnað, sveigjanleika og sköpum starfsfólki aðstæður til að samræma kröfur vinnu og annarra þátta lífsins. Við nýtum okkur tækni í starfsumhverfi og starfsfólk nýtur jafnréttis.
Saman erum við lipur, lærdómsfús og óhrædd að prófa nýja hluti til að skapa eftirtektarverðar lausnir og ná hámarks árangri fyrir viðskiptavini og samfélagið.

Gagnaforritari – Data Engineer
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi sérfræðingi í gögnum til að þróa áfram gagnaumhverfi Orkuveitunnar. Gagnateymið vinnur við að skapa sem mest virði úr gögnum til hagsbóta fyrir viðskiptavini og aðra hagaðila, þvert á öll dótturfélög Orkuveitunnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og viðhald á vöruhúsi gagna og gagnmörkuðum, ETL gagnaflæði, stoðgögnum, gagnaskilum og gagnaprófunum
- Þróun á viðskiptagreindarumhverfi og undirliggjandi gagnaferlum hjá Orkuveitunni
- Þróun á ferlum vegna afhendingar gagna til sérfræðinga í viðskiptagreiningu og líkanagerðar
- Útfærsla, þróun og viðhald á gagnalíkönum
- Samskipti við hagaðila, greining á gagnakröfum og tækifærum í hagnýtingu á gögnum
- Stýring og stuðningur í verkefnum tengdum hagnýtingu gagna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking og reynsla í notkun á tólum, tækjum og aðferðum við þróun gagnainnviða s.s. SQL server, Databricks og Azure gagnainnviðum
- Góð þekking á gagnagrunnum og uppbyggingu vöruhúss gagna
- Þekking á Python eða öðrum forritunarmálum er kostur
- Gott auga fyrir notendavænni og listrænni framsetningu er kostur
- Góð samskiptafærni og hæfni til að miðla þekkingu
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfinu
Auglýsing birt17. febrúar 2025
Umsóknarfrestur6. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í kerfisgreiningum
Landsnet hf.

Hugbúnaðarsérfræðingur
Verkís

Hönnuður ljósleiðarakerfis
Ljósleiðarinn

Tækniteiknari
VSB verkfræðistofa

Sviðsstjóri samgöngu- og skipulagssviðs
VSB verkfræðistofa

Planning Staff
PLAY

Summer Employee - Associate Software Engineer
Marel

DevOps
Helix Health

Forritari í þróunarteymi
dk hugbúnaður ehf.

Verkefnastjóri hjá FSRE
FSRE

Ráðgjafi í þjónustuteymi
dk hugbúnaður ehf.

Ráðgjafi í tækniteymi
dk hugbúnaður ehf.