
Bláa Lónið
Bláa Lónið er fjölbreyttur, spennandi en umfram allt skemmtilegur vinnustaður. Hjá okkur starfar fólk á öllum aldri, af ólíkum uppruna og í ólíkum störfum. Draumastarfið þitt gæti verið handan við hornið.
Undirstaðan í öllu því sem við gerum er að skapa góðar minningar fyrir gesti okkar. Það gerum við með því að hafa gleði og umhyggju að leiðarljósi, ásamt því að bera virðingu fyrir gestum okkar og hvert öðru.
Ánægja starfsmanna og ánægja gesta er samofin. Við leggjum okkur fram við að skapa góðan starfsanda og viðhorfskannanir staðfesta mikla starfsánægju. Við viljum að þér líði vel í vinnunni. Hjá okkur starfa fremstu matreiðslumenn landsins og starfsmenn fá að að njóta þess í fyrsta flokks mötuneyti. Það verður enginn svangur í vinnunni hjá Bláa Lóninu.
Við vinnum með fólki og fyrirtækjum af ólíkum toga. Starfsmenn njóta þessara tengsla. Sem dæmi má nefna kort í líkamsrækt, afslættir af ýmis konar vörum, þjónustu og afþreyingu.
Við ræktum félagslífið með skipulögðum hittingum utan vinnutíma. Við skemmtum okkur, ýmist öll saman eða innan einstakra sviða og deilda. Við erum stærri en þú kannski heldur. Hjá okkur starfa tæplega 700 manns með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Við erum ólík, en lærum af hvort öðru. Saman myndum við öfluga heild.

Sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar
Bláa Lónið leitar að framsýnum, skipulögðum og drífandi vörustjóra til að leiða nýsköpun og hagnýtingu gervigreindartækni (AI) innan fyrirtækisins. Viðkomandi mun spila lykilhlutverk í að þróa stefnu og sýn Bláa Lónsins í notkun gervigreindar og tryggja að tæknin skili virði fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini. Starfið krefst þekkingar og reynslu á lausnum á sviði gervigreindar ásamt framúrskarandi samskiptahæfni, frumkvæðis og hæfileika til að miðla þekkingu.
Starfið heyrir undir sviðið Digital & Data, þar starfar fjölbreyttur hópur fólks sem nýtur frelsis til nýsköpunar. Við leggjum áherslu á að þróa notendavænar lausnir með notkun nýjustu tæknilausna.
Starfið felur í sér náið samstarf við mannauðssvið ásamt öðrum deildum innan fyrirtækisins með það að markmiði að stuðla enn frekar að stafrænum vexti og framþróun.
Helstu verkefni
-
Þróa og miðla framtíðarsýn og stefnu Bláa Lónsins fyrir notkun á gervigreind
-
Aðstoða deildir Bláa Lónsins við að greina tækifæri til notkunar á gervigreind, leiðbeina þeim og fræða um bestu leiðirnar til að nýta tæknina í daglegu starfi.
-
Vinna náið með tækniteymum og öðrum deildum við þróun og innleiðingu á verkfærum í gervigreind og lausnum, svo sem sjálfvirknivæðingu ferla, gagnadrifnum lausnum og stuðningi við starfsmenn.
-
Forgangsraða verkefnum, skipuleggja vöruþróun og tryggja að gervigreind nýtt að fullu með gæðum og notendaupplifun í fyrirrúmi.
Hæfniskröfur
-
Háskólamenntun sem tengist starfinu.
-
Sterkir leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja og fræða aðra um nýjar tæknilausnir.
-
Skilningur á gervigreindartækni, möguleikum hennar og notkun í rekstri og þjónustu.
-
Góð þekking á gagnavinnslu og getu til að skilja hvernig gögn og AI vinna saman.
-
Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni, sem og hæfni til að miðla tæknilegum upplýsingum til ólíkra hópa.
-
Þekking á helstu gervigreindarverkfærum nútímans.
Umsóknarfrestur er til og með 6.mars 2025.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir forstöðumaður, á netfangið: [email protected]
Í boði er starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins ásamt ýmsum öðrum fríðindum sem starfsfólki Bláa Lónsins bjóðast.
Viðkomandi mun hafa starfsstöð í skrifstofuhúsnæði Bláa Lónsins í Urriðaholti í Garðabæ.
___________________________________________________
AI Specialist
Blue Lagoon is seeking a forward-thinking, organized, and driven AI Specialist to lead innovation and the practical application of AI technology within the company. This role will be key in shaping Blue Lagoon’s AI strategy and vision, ensuring that AI delivers value for employees and customers. The position requires expertise and experience in AI solutions, exceptional communication skills, initiative, and the ability to share knowledge effectively.
This role falls under the Digital & Data division, a diverse and innovative team with the freedom to explore new ideas. We prioritize developing user-friendly solutions by leveraging the latest technologies.
The AI Implementation Specialist will work closely with the HR department and other internal teams to drive digital growth and advancement across the company.
Key Responsibilities
-
Develop and communicate Blue Lagoon’s vision and strategy for AI adoption.
-
Assist various departments in identifying AI opportunities, providing guidance, and educating teams on best practices for leveraging AI in daily operations.
-
Collaborate closely with technical teams and other departments to develop and implement AI tools and solutions, such as process automation, data-driven applications, and employee support systems.
-
Prioritize projects, oversee product development, and ensure AI is utilized to its full potential with a focus on quality and user experience.
Qualifications
-
A relevant university degree.
-
Strong leadership skills with the ability to inspire and educate others on emerging technologies.
-
A solid understanding of AI technology, its potential, and its application in business operations and services.
-
Strong knowledge of data processing and the ability to understand how AI and data work together.
-
Excellent communication and organizational skills, with the ability to translate technical concepts for different audiences.
-
Familiarity with leading AI tools and platforms.
The application deadline is March 6th, 2025.
For more information about the role, don't hesitate to contact Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir Director, at [email protected]
This position is part of a lively and engaging workplace that offers a variety of diverse challenges. Employees also enjoy a range of benefits, including a fitness allowance, one of the country's most active employee associations, as well as various other benefits.
Our team operates from the Blue Lagoon office in Urriðaholt, Garðabær.
Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur6. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Íslandshótel

Upplýsingatæknisérfræðingur / IT Application Senior Analyst
Alcoa Fjarðaál

Full Stack Developer - L3 Support
TimeXtender

Hugbúnaðarsérfræðingur
Verkís

Summer Employee - Associate Software Engineer
Marel

DevOps
Helix Health

Forritari í þróunarteymi
dk hugbúnaður ehf.

Ráðgjafi í þjónustuteymi
dk hugbúnaður ehf.

Ráðgjafi í tækniteymi
dk hugbúnaður ehf.

Sérfræðingur í stafrænum lausnum og greiðslum
Íslandsbanki

Ráðgjafi í viðskiptalausnum
Wise ehf.

Viðskipta- og ferlagreinandi stafrænna lausna
Bláa Lónið