Landsvirkjun
Landsvirkjun
Landsvirkjun

Rekstarstjóri á Þjórsársvæði

Við óskum eftir að ráða rekstrarstjóra á Þjórsársvæði sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu-, starfsmanna- og íbúðarhúsnæðis á svæðinu.
Rekstrarstjóri annast undirbúning rekstrar- og framkvæmdaáætlana og ber ábyrgð á samningagerð og eftirliti með kostnaði vegna húsnæðisins. Viðkomandi hefur einnig umsjón með þjónustu sem snýr að starfsfólki á svæðinu svo sem fræðslu, mötuneyti, gistingu og samgöngum.
Við óskum eftir leiðtoga sem vill starfa á framsæknum vinnustað og styðja við metnaðarfullt starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Daglegur rekstur
  • Gerð rekstrar- og framkvæmdaáætlana
  • Samningagerð og eftirlit með kostnaði
  • Hlúa að mannauði og starfsanda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem verkfræði, viðskiptafræði eða rekstrarfræði
  • Leiðtogafærni, reynsla af stjórnun, rekstri og uppbyggingu teyma
  • Framúrskarandi samskiptafærni
  • Umbótahugsun, jákvæðni og framsækni

Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi sem rökstyður hæfni umsækjanda í starfið.

Hjá Landsvirkjun leggjum við áherslu á öfluga liðsheild og góðan starfsanda. Það er grunnur að fyrirtækjamenningu okkar sem einkennist af tækifærum til starfsþróunar, vellíðan, fjölbreytileika og jafnrétti. Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um starfið.

Auglýsing birt21. febrúar 2025
Umsóknarfrestur6. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Búrfellsvirkjun 166701, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samningagerð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar