Spennandi sumarstörf Háskóla- Iðn- og Tækninema
Skemmtileg vinna sem skiptir máli
Ert þú í námi og á milli anna? Þá eru sumarstörf nema eitthvað fyrir þig!
Við leitum að áhugasömu og efnilegu ungu fólki eins og þér í fjölbreytt sumarstörf fyrir háskóla-, iðn- og tækninema.
Í boði eru spennandi störf á nær öllum sviðum fyrirtækisins og starfsstöðvum okkar um landið. Starfsstöðvar Landsvirkjunar eru í Reykjavík, á Sogssvæði, Þjórsársvæði, í Fljótsdal, Mývatnssvæði, við Láxárstöðvar og Blöndustöð. Kynntu þér þau fjölbreyttu störf sem eru í boði á heimsíðu okkar !
Þú munt taka þátt í raunverulegum og krefjandi verkefnum á sviði endurnýjanlegrar orkuvinnslu og vinna með okkur að því að ná kolefnishlutleysi á næstu árum. Við leggjum mikið upp úr jákvæðum starfsanda og jöfnum tækifærum.
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og vindi. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 300 manns, víða um land. Fyrirtækið hefur metnaðarfulla jafnréttis- og mannauðsstefnu, hugar að vellíðan starfsfólks og leggur áherslu á að viðhalda orkumikilli fyrirtækjamenningu.
- Að umsækjandi stundi nám á iðn- eða hákskólastigi
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frábært mötuneyti
- Samgöngustyrkur
- Heilsuræktarstyrkur