
Jarðboranir
Jarðboranir er leiðandi fyrirtæki í borunum eftir jarðvarma og hefur margra áratuga reynslu af borunum í háhita og lághita. Félagið starfar bæði innlands og erlendis og er heildarfjöldi starfsmanna í dag um 130 manns.

Launafulltrúi
Erum við að leita að þér?
Vegna aukinna umsvifa leita Jarðboranir eftir launafulltrúa! Ekki er gerð krafa um að eiga sparisjóð, vera 6'5" á hæð eða hafa blá augu líkt og segir í laginu en við leitum hins vegar að jákvæðum og drífandi launafulltrúa til starfa í skemmtilegan hóp okkar á skrifstofu félagsins í Dalshrauni í Hafnarfirði. Haldgóð reynsla af sambærilegum störfum er nauðsynleg og kostur ef viðkomandi hefur starfað í verktaka- og eða iðnðarstarfsemi á alþjóðavísu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almennur launaútreikningur og frágangur launa
- Upplýsingagjöf til starsfólks vegna launatengdra málefna
- Útreikningar á kjörum og réttindum starfsfólks skv. kjarasamningum
- Samskipti við starfsólk, lífeyrirssjóði, stéttarfélög og opinbera aðila
- Eftirlit með framkvæmd kjarasamninga og fyrirtækjaþátts kjarasamninga
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af launavinnslu
- Reynsla af notkun H3 launakerfis er kostur
- Þekking á tímaskráningarkerfum er kostur
- Færni til að greina gögn og setja fram upplýsingar
- Miklir skipulagshæfileikar og nákvæmni
- Heiðarleiki og fagmennska við meðferð trúnaðarupplýsinga
- Mjög gott vald á íslensk og ensku
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur
- Sveigjanlegur vinnutími
- Hádegismatur
Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur4. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Dalshraun 1, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
AfstemmingFrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMicrosoft ExcelMicrosoft OutlookMicrosoft WordReikningagerðSjálfstæð vinnubrögðUppgjör
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Deildarstjóri bókhaldsþjónustu
Norðurál

Sérfræðingur í fjármálateymi
Lava Show

Ráðgjafi í launalausnum Kjarna
Origo hf.

Viltu þróa spennandi tækifæri erlendis?
Landsvirkjun

Bókari
Pípulagnir Suðurlands

Skrifstofustjóri / Bókari
Steinsteypan

Starfsmaður í fjármáladeild
Ourhotels ehf. / Troll Expeditions / Formáli ehf.

Sviðsstjóri fjármála- og rekstrar
Mímir

Aðalbókari
Linde Gas

Fjármálastjóri / Chief Financial Officer -Your Friend In RVK
Your Friend In Reykjavik

Skrifstofustjóri
Expectus

Bókari óskast -50% hlutastarf
Trefjar ehf