indó sparisjóður
indó sparisjóður

Við leitum að áhættustýri!

Samhliða örum vexti þurfum við að bæta við okkur fólki í áhættustýringu. Ef þú hefur áhuga á fjármálum og fjármálamarkaði, svo ekki sé talað um reynslu úr áhættustýringu eða störfum sem gagnast gætu í áhættustýringu indó, þá viljum við endilega heyra frá þér.

Hvað er indó?

Við erum nýjasti sparisjóðurinn á Íslandi og höfum það yfirlýsta markmið að hrista upp í íslensku fjármálakerfi og segja bullinu stríð á hendur. Við erum í miklum vaxtarham og höfum aldeilis hrist upp í hlutunum - við erum rétt að byrja.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hvað myndir þú vera að gera?

Þú myndir taka þátt í að byggja upp áhættustýringu og gæðaferla indó í þéttum hópi metnaðarfullra sérfræðinga, þvert á alla anga starfseminnar. Meðal reglubundinna verkefna er m.a.

  • Að bera kennsl á, greina, mæla og meta áhættu

  • Hafa eftirlit með því að áhættu sé stýrt með fullnægjandi hætti

  • Innri og ytri skýrslugjöf

  • Þátttaka í vöruþróun indó

Menntunar- og hæfniskröfur

Hvað þyrftir þú að hafa til brunns að bera?

  • Brennandi áhugi á fjármálamarkaði og umbótum

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

  • Reynsla úr áhættustýringu eða fjármálum væri mjög gagnleg

  • Greiningarhæfni og næmt auga fyrir smáatriðum

  • Frumkvæði, sveigjanleiki og hæfni til að vinna sjálfstætt

  • Framúrskarandi samskiptahæfni og gott vald á rituðu máli

 

Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Nóatún 17, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁhættugreiningPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar