indó sparisjóður
indó sparisjóður

Við leitum að sérfræðingi í peningaþvættisvörnum!

Við hjá indó höfum engan húmor fyrir óprúttnum aðilum sem reyna að nota okkur til að þvætta illa fengið fé. Við leggjum mikinn metnað í að hafa hendur í hári slíkra aðila og erum að leita að frábærum aðila til að ganga til liðs við okkur í eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Ef þú hefur sterka réttlætiskennd, óbilandi metnað, næmt auga fyrir smáatriðum og langar að vinna á ótrúlega skemmtilegum vinnustað, viljum við fyrir alla muni heyra frá þér.

Hvað er indó?

Við erum nýjasti sparisjóðurinn á Íslandi og höfum það yfirlýsta markmið að hrista upp í íslensku fjármálakerfi og segja bullinu stríð á hendur. Við erum í miklum vaxtarham og höfum aldeilis hrist upp í hlutunum - við erum rétt að byrja.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hvað myndir þú vera að gera?
Sem AML sérfræðingur munt þú gegna lykilhlutverki í að tryggja hlítni við lög og reglur um varnir gegn peningaþvætti og greina fjárhagsfærslur sem eru grunsamlegar. Meðal daglegra verkefna er meðal annars:

  • Áreiðanleikakannanir á viðskiptavinum.

  • Eftirlit með færslum og eftirfylgni með samskiptum við viðskiptavini þar sem spurningar vakna.

  • Mat á áhættu og stýring á áhættu vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka.

  • Upplýsingagjöf til stjórnar og stjórnenda.

  • Samstarf við aðrar einingar innan indó.

Menntunar- og hæfniskröfur

Hvað þyrftir þú að hafa til brunns að bera?

  • Háskólamenntun sem nýtist í verkefnum sem þessum, t.d. á sviði lögfræði eða viðskiptafræði.

  • Reynsla í áhættustýringu eða regluvörslu væri gagnleg

  • Greiningarhæfni og næmt auga fyrir smáatriðum og skrýtnu mynstri.

  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt.

  • Framúrskarandi samskiptahæfni

Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Nóatún 17, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁhættugreiningPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Umsýsla gæðakerfa
Starfsgreinar
Starfsmerkingar