
Við leitum að sérfræðingi í peningaþvættisvörnum!
Við hjá indó höfum engan húmor fyrir óprúttnum aðilum sem reyna að nota okkur til að þvætta illa fengið fé. Við leggjum mikinn metnað í að hafa hendur í hári slíkra aðila og erum að leita að frábærum aðila til að ganga til liðs við okkur í eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Ef þú hefur sterka réttlætiskennd, óbilandi metnað, næmt auga fyrir smáatriðum og langar að vinna á ótrúlega skemmtilegum vinnustað, viljum við fyrir alla muni heyra frá þér.
Hvað er indó?
Við erum nýjasti sparisjóðurinn á Íslandi og höfum það yfirlýsta markmið að hrista upp í íslensku fjármálakerfi og segja bullinu stríð á hendur. Við erum í miklum vaxtarham og höfum aldeilis hrist upp í hlutunum - við erum rétt að byrja.
Hvað myndir þú vera að gera?
Sem AML sérfræðingur munt þú gegna lykilhlutverki í að tryggja hlítni við lög og reglur um varnir gegn peningaþvætti og greina fjárhagsfærslur sem eru grunsamlegar. Meðal daglegra verkefna er meðal annars:
-
Áreiðanleikakannanir á viðskiptavinum.
-
Eftirlit með færslum og eftirfylgni með samskiptum við viðskiptavini þar sem spurningar vakna.
-
Mat á áhættu og stýring á áhættu vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka.
-
Upplýsingagjöf til stjórnar og stjórnenda.
-
Samstarf við aðrar einingar innan indó.
Hvað þyrftir þú að hafa til brunns að bera?
-
Háskólamenntun sem nýtist í verkefnum sem þessum, t.d. á sviði lögfræði eða viðskiptafræði.
-
Reynsla í áhættustýringu eða regluvörslu væri gagnleg
-
Greiningarhæfni og næmt auga fyrir smáatriðum og skrýtnu mynstri.
-
Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt.
-
Framúrskarandi samskiptahæfni













