Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands

Ert þú lögfræðingur sem kannt að meta góða viðskiptahætti?

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða öflugan lögfræðing í deild viðskiptahátta á sviði háttsemiseftirlits, sem er annað af tveimur eftirlitssviðum bankans.

Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem tækifæri gefst til að öðlast djúpa þekkingu á eftirliti með og greiningu á viðskiptaháttum á fjármálamarkaði.

Í viðskiptaháttum starfar öflugur hópur að fjölbreyttum verkefnum þvert á markaði. Deildin hefur eftirlit með viðskiptaháttum eftirlitsskyldra aðila, þ.m.t. fjárfestavernd og málefnum neytenda. Verkefnin snúa til dæmis að eftirliti með kröfum um veitingu fjárfestingarþjónustu og dreifingu vátryggingaafurða, s.s. vöruþróun og dreifingu, sölu og markaðssetningu, ráðstöfunum vegna hagsmunaárekstra, upplýsingagjöf til viðskiptavina og flokkun viðskiptavina. Deildin kemur einnig að umsóknum um starfsleyfi og gerð laga og reglna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlit með og greining á viðskiptaháttum á fjármálamarkaði.
  • Lögfræðiráðgjöf í álitamálum tengdum viðskiptaháttum.
  • Vettvangsathuganir til eftirlitsskyldra aðila.
  • Sérfræðiaðstoð við setningu laga og reglna.
  • Þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi. 
  • Þátttaka í innra starfi Seðlabankans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Grunn- og meistaranám eða embættispróf í lögfræði.
  • Þekking á stjórnsýslurétti og löggjöf á fjármálamarkaði.
  • Reynsla af störfum tengdum fjármálamarkaði s.s. á sviði vátrygginga- eða fjárfestingarþjónustu er kostur.
  • Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar er kostur.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum.
  • Frumkvæði, öguð vinnubrögð, greiningarhæfni, ábyrgð, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt17. febrúar 2025
Umsóknarfrestur26. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Embættispróf í lögfræðiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar