
Lögfræðingur á mannauðssvið Fjársýslunnar
Viltu taka þátt í að bæta umgjörð mannauðsmála ríkisins og hjálpa ríkisaðilum að bæta stjórnun mannauðsmála og taka réttar ákvarðanir?
Óskum eftir lausnamiðuðum og metnaðarfullum lögfræðingi í öflugt teymi sérfræðinga þar sem áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og vandaða þjónustu.
Dagleg verkefni eru fjölbreytt og krefjandi og spanna öll svið vinnumarkaðs- og mannauðsmála, svo sem lögfræðilegar umsagnir, ráðgjöf um framkvæmd kjarasamninga og starfsmannamál, miðlun upplýsinga, fræðsla og virk þátttaka í þróun og innleiðingu nýrra starfsaðferða. Lögfræðingurinn sem við leitum eftir þarf að hafa áhuga á vinnumarkaðsmálum og starfsumhverfi hins opinbera.
Mannauðssvið sinnir ráðgjöf við ríkisaðila á sviði kjara- og mannauðsmála. Undir þetta fellur m.a. túlkun kjarasamninga, laga og reglna ásamt ráðgjöf um ýmis mál sem snúa að stjórnun mannauðsmála og stuðningi við ríkisaðila á þessu sviði. Á mannauðssviði fer einnig fram launaafgreiðsla fyrir tæplega 200 ríkisaðila og um 21 þúsund starfsmenn ásamt þátttöku í þróun fjárhags- og mannauðskerfa ríkisins.
Fjársýslan er þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði opinberra fjármála. Stofnunin veitir ríkisaðilum fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf á sviði opinberra fjármála, mannauðsmála og innkaupa. Fjársýslan leggur áherslu á að skapa virði fyrir viðskiptavini og greiða leið fyrir bætta þjónustu ríkisins.
Upplýsingar um starfsemi Fjársýslunnar má finna á https://island.is/s/fjarsyslan.
- Ráðgjöf og stuðningur við ríkisaðila
- Túlkun kjarasamninga, laga og reglna
- Lögfræðileg greining og úrlausn stjórnsýsluerinda
- Gerð leiðbeininga og verklagsreglna í samráði við Kjara- og mannauðssýslu ríkisins
- Önnur tilfallandi verkefni
- Embættis- eða meistarapróf í lögfræði er skilyrði
- Mjög góð þekking á vinnurétti og kjaramálum
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur og áhugi skilyrði
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og metnaður
- Rík þjónustulund og samskiptahæfni
- Góð almenn tölvuþekking
- Mjög góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti











