Fjársýslan
Fjársýslan

Lögfræðingur á mannauðssvið Fjársýslunnar

Viltu taka þátt í að bæta umgjörð mannauðsmála ríkisins og hjálpa ríkisaðilum að bæta stjórnun mannauðsmála og taka réttar ákvarðanir?

Óskum eftir lausnamiðuðum og metnaðarfullum lögfræðingi í öflugt teymi sérfræðinga þar sem áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og vandaða þjónustu.

Dagleg verkefni eru fjölbreytt og krefjandi og spanna öll svið vinnumarkaðs- og mannauðsmála, svo sem lögfræðilegar umsagnir, ráðgjöf um framkvæmd kjarasamninga og starfsmannamál, miðlun upplýsinga, fræðsla og virk þátttaka í þróun og innleiðingu nýrra starfsaðferða. Lögfræðingurinn sem við leitum eftir þarf að hafa áhuga á vinnumarkaðsmálum og starfsumhverfi hins opinbera.

Mannauðssvið sinnir ráðgjöf við ríkisaðila á sviði kjara- og mannauðsmála. Undir þetta fellur m.a. túlkun kjarasamninga, laga og reglna ásamt ráðgjöf um ýmis mál sem snúa að stjórnun mannauðsmála og stuðningi við ríkisaðila á þessu sviði. Á mannauðssviði fer einnig fram launaafgreiðsla fyrir tæplega 200 ríkisaðila og um 21 þúsund starfsmenn ásamt þátttöku í þróun fjárhags- og mannauðskerfa ríkisins.

Fjársýslan er þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði opinberra fjármála. Stofnunin veitir ríkisaðilum fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf á sviði opinberra fjármála, mannauðsmála og innkaupa. Fjársýslan leggur áherslu á að skapa virði fyrir viðskiptavini og greiða leið fyrir bætta þjónustu ríkisins.

Upplýsingar um starfsemi Fjársýslunnar má finna á https://island.is/s/fjarsyslan.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf og stuðningur við ríkisaðila
  • Túlkun kjarasamninga, laga og reglna
  • Lögfræðileg greining og úrlausn stjórnsýsluerinda
  • Gerð leiðbeininga og verklagsreglna í samráði við Kjara- og mannauðssýslu ríkisins
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættis-  eða meistarapróf í lögfræði er skilyrði
  • Mjög góð þekking á vinnurétti og kjaramálum
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur og áhugi skilyrði
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og metnaður
  • Rík þjónustulund og samskiptahæfni
  • Góð almenn tölvuþekking
  • Mjög góð íslensku og enskukunnátta  í ræðu og riti
Auglýsing birt13. febrúar 2025
Umsóknarfrestur28. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 6
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar