UMF Stjarnan
UMF Stjarnan

Verkefnastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar

Knattspyrnudeild Stjörnunnar leitar að kraftmiklum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á því að vinna með félaginu og aðstoða við uppbyggingu deildarinnar.

Hlutverk verkefnastjóra er að styðja við faglegt starf í samstarfi við öflugt teymi starfsfólks, sjálfboðaliða og stuðningsmanna. Þetta er spennandi og fjölbreytt starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á samskipta- og skipulagshæfni, frumkvæði og metnað.

Verkefnastjórinn heyrir beint undir Framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar og starfar jafnframt með stjórn knattspyrnudeildar og þjálfarateymum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og framkvæmd á hinum ýmsu verkefnum deildarinnar, m.a. þeim sem snúa að meistaraflokkum knattspyrnudeildar. 
  • Skipulag og framkvæmd leikja meistaraflokka knattspyrnudeildar í samstarfi við vallarstjóra. 
  • Samskipti við sjálfboðaliða deildarinnar, þjálfara, leikmenn og stuðningsmenn.
  • Umsjón, skipulagning og framkvæmd ferða á vegum deildarinnar.
  • Umsjón með handbókum deildarinnar.
  • Skipulag, framkvæmd og eftirfylgni fjáröflunarverkefna.
  • Aðkoma að samningagerð og samskiptum við birgja og styrktaraðila.
  • Önnur verkefni sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar og stjórn felur viðkomandi hverju sinni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking á og reynsla af íþróttastarfi nauðsynleg.
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni.
  • Sterk skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt í krefjandi verkefnum.
  • Frumkvæði, jákvætt viðhorf og metnaður til að ná árangri.
Auglýsing birt10. febrúar 2025
Umsóknarfrestur24. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Valkvætt
Mjög góð
Staðsetning
Ásgarður, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar