
HS Orka
HS Orka er framsækið og vaxandi fyrirtæki sem byggir á sjálfbærri orkunýtingu og nýsköpun með sérstakri áherslu á hringrás auðlindastrauma. Við erum í fararbroddi í orkuskiptum hér á landi og höfum sett okkur skýr og ábyrg markmið í loftslagsmálum.
Við erum þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins og framleiðum raforku í Svartsengi, Reykjanesvirkjun, Brúarvirkjun og Fjarðarárvirkjunum. Einnig seljum við heitt og kalt vatn til heimila og fyrirtækja á Suðurnesjum.
Við erum fjölbreyttur hópur af skemmtilegu fólki sem störfum í sveigjanlegu og fjölskylduvænu vinnuumhverfi. Mikil áhersla er lögð á lipurð í samskiptum, sterka liðsheild og framsækni í svo við náum markmiðum okkar um ábyrga auðlindanýtingu.

Verkefnastjóri í sjálfbærni
Við leitum að áhugasömum og öflugum verkefnastjóra til að sinna upplýsingagjöf á sviði sjálfbærni og verkefnum sem snúa að samvinnu og samstarfi við samfélagið. Verkefnin eru fjölbreytt og áhersla er lögð á að vinna eftir bestu sjálfbærniviðmiðum á hverjum tíma og í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Þú verður hluti af vaxandi sjálfbærniteymi fyrirtækisins, sem tilheyrir skrifstofu forstjóra, en vinnur með öllum sviðum fyrirtækisins. Skrifstofur HS Orku eru staðsettar í Reykjanesbæ og Kópavogi.
Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir, mannauðsstjóri, [email protected].
Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróa sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækisins í samræmi við CSRD tilskipun Evrópusambandsins, íslenska löggjöf og aðrar ytri kröfur sem fyrirtækið fylgir.
- Leiða gagna- og upplýsingaöflun innanhúss og halda utan um helstu sjálfbærnimælikvarða.
- Uppbygging og ábyrgð á rekstri sjálfbærnimælaborðs fyrirtækisins.
- Umsjón með innleiðingu og eftirfylgni með þeim heimsmarkmiðum sem HS Orka hefur að leiðarljósi.
- Upplýsingagjöf til eigenda og annarra hagaðila.
- Umsjón með Samfélagssjóði HS Orku.
- Verkefnastjóri samstarfsverkefna á sviði sjálfbærni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem í sjálfbærni, verkefnastjórnun eða viðskiptafræðum.
- Samskiptafærni, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð.
- Reynsla af skýrslugerð og góð færni í textaskrifum og framsetningu tölulegra upplýsinga. Þekking á sjálfbærniviðmiðum og stöðlum á borð við ESRS og GRI er kostur.
- Góð íslensku- og enskukunnátta jafnt í rituðu sem töluðu máli.
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðað viðhorf.
Auglýsing birt13. febrúar 2025
Umsóknarfrestur27. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Orkubraut 3, 240 Grindavík
Smáratorg 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
ÁætlanagerðFrumkvæðiMetnaðurSamningagerðSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSkýrslurVerkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Bókari
ICEWEAR

Verkefnastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar
UMF Stjarnan

Náttúrufræðingar óskast
Náttúrustofa Austurlands

Sérfræðingur í opinberum innkaupum
FSRE

Verkefnastjóri hjá FSRE
FSRE

Umsjón með innkaupum og búnaði
Náttúruverndarstofnun

Verkefnastjóri umhverfis og garðyrkju
Seltjarnarnesbær

Verkefnastjóri landupplýsingakerfis
Kópavogsbær

Stafrænn vörustjóri - B2B
Bláa Lónið

Þjónustu- og upplifunarstjóri Krónunnar
Krónan

Verkefnastjóri Byggingarframkvæmda
E. Sigurðsson

Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð