HS Orka
HS Orka
HS Orka

Verkefnastjóri í sjálfbærni

Við leitum að áhugasömum og öflugum verkefnastjóra til að sinna upplýsingagjöf á sviði sjálfbærni og verkefnum sem snúa að samvinnu og samstarfi við samfélagið. Verkefnin eru fjölbreytt og áhersla er lögð á að vinna eftir bestu sjálfbærniviðmiðum á hverjum tíma og í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Þú verður hluti af vaxandi sjálfbærniteymi fyrirtækisins, sem tilheyrir skrifstofu forstjóra, en vinnur með öllum sviðum fyrirtækisins. Skrifstofur HS Orku eru staðsettar í Reykjanesbæ og Kópavogi.

Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir, mannauðsstjóri, [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróa sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækisins í samræmi við CSRD tilskipun Evrópusambandsins, íslenska löggjöf og aðrar ytri kröfur sem fyrirtækið fylgir.
  • Leiða gagna- og upplýsingaöflun innanhúss og halda utan um helstu sjálfbærnimælikvarða.
  • Uppbygging og ábyrgð á rekstri sjálfbærnimælaborðs fyrirtækisins.
  • Umsjón með innleiðingu og eftirfylgni með þeim heimsmarkmiðum sem HS Orka hefur að leiðarljósi.
  • Upplýsingagjöf til eigenda og annarra hagaðila.
  • Umsjón með Samfélagssjóði HS Orku.
  • Verkefnastjóri samstarfsverkefna á sviði sjálfbærni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem í sjálfbærni, verkefnastjórnun eða viðskiptafræðum.
  • Samskiptafærni, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð.
  • Reynsla af skýrslugerð og góð færni í textaskrifum og framsetningu tölulegra upplýsinga. Þekking á sjálfbærniviðmiðum og stöðlum á borð við ESRS og GRI er kostur.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta jafnt í rituðu sem töluðu máli.
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðað viðhorf.
Auglýsing birt13. febrúar 2025
Umsóknarfrestur27. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Orkubraut 3, 240 Grindavík
Smáratorg 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SkýrslurPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)