
Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Ölfusi
Eftirfarandi sumarstörf eru laus til umsóknar hjá Sveitarfélaginu Ölfusi:
Umsóknareyðublöð eru á bæjarskrifstofum eða á eftirfarandi slóð: Umsóknareyðublað
Sendið umsókn á [email protected] eða skilið inn umsókn á bæjarskrifstofur Ölfus.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOSS og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Halldórsson umhverfisstjóri í síma 899 0011 eða [email protected]
Verkstjóri yfir sumarstarfsmönnum
· Umsjón með starfsmönnum sláttuhóps.
· Skipulagning og ábyrgð á garðslætti og hirðingu á opnum svæðum í samráði við umhverfisstjóra.
· Viðkomandi þarf að hafa bílpróf.
· Vinnuvélaréttindi kostur.
· Reynsla af viðhaldi véla og vinnuvélaréttindi æskileg.
· Krafist er stundvísi, ástundunar, dugnaðar.
· Lágmarksaldur 22 ára.
Sumarstarfsfólk í þjónustumiðstöð
· Vinna við almenn garðyrkjustörf, garðslátt og hirðingu á opnum svæðum ásamt ýmsum verkefnum Þjónustumiðstöðvar.
· Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar.
· Frumkvæði og góð mannleg samskipti.
· Bílpróf og vinnuvélaréttindi kostur.
· Lágmarksaldur 17 ára.












