Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður

Flokkstjóri Vinnuskóla Akraneskaupstaðar

Auglýst er eftir flokkstjórum í Vinnuskólann á Akranesi, sumarið 2025.

Flokkstjórar stýra hópum unglinga 14-17 ára við ýmis garðyrkjustörf og fræðslu, auk annarra verkefna og þjónustu sem Vinnuskólinn veitir.

Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, félagslega skapandi vinnustaður, með kennslu í almennri vinnuskólavinnu og skýrar reglur varðandi vinnuumhverfi. Vinnuskólinn starfar við öll almenn verkefni sem lúta að umhirðu og snyrtingu byggðalagsins.

Markmið vinnuskólans er að gefa unglingum kost á sumarstörfum í umhverfi sem einkennist af fræðslu, kennslu, þjálfun og tómstundum. Lögð er áhersla á samskiptareglur, vinnusemi og virðingu gagnvart vinnu, samstarfsfólki og bæjarbúum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn garðyrkjustörf í bæjarlandinu.
  • Leiðsegja og vinna með unglingum.
  • Skipuleggja verkaskiptingu og framkvæmd verkefna innan hóps.
  • Efla liðsheild og vinnuvirðingu meðal nemenda vinnuskólans.
  • Annast ýmis skapandi verkefni og fræðslu á vegum vinnuskólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsækjandi þarf að vera 20 ára eða eldri.
  • Reynsla af störfum með unglingum er kostur.
  • Gott er að hafa mikla samskiptahæfni og skipulagsfærni.
  • Umsækjandi þarf að vera góð fyrirmynd og samviskusamur.
  • Áhugi á umhverfismálum þarf að vera til staðar.
Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur21. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar