Vinnuskóli Mosfellsbæjar
Vinnuskóli Mosfellsbæjar

Flokksstjórar í Vinnuskóla Mosfellsbæjar

Vinnuskólinn í Mosfellsbæ leitar af öflugum flokksstjórum í sumar.

Flokksstjórar í Vinnuskóla starfa með ungmennum á aldrinum 14 - 17 ára.

Vinnuskólinn er starfræktur júní til ágúst ár hvert.

Hlutverk Vinnuskólans er að veita nemendum uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Lögð er áhersla á að venja nemendur við það sem koma skal á hinum almenna vinnumarkaði, reglusemi, stundvísi og ábyrgðartilfinningu. Áhersla er lögð á að starfsumhverfið sé hvetjandi og gefandi.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sér að hluta til um skipulagningu á verkefnum fyrir vinnuhópa 13-16 ára unglinga í samráði við yfirflokksstjóra.
  • Stjórnar vinnuskólahópi á vettvangi, leiðbeinir um rétt vinnubrögð og hvetur hópinn til góðra verka.
  • Flokksstjóri tekur þátt í þeim verkum sem hópurinn sinnir dags daglega.
  • Ber ábyrgð á að skila tímaskýrslum nemenda til yfirflokksstjóra.
  • Umsjón með hópeflisvinnu og forvarnarstarfi í viðkomandi hóp.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Lágmarksaldur er 20 ár.
  • Áhugi á að vinna með unglingum er skilyrði.
  • Reynsla af stjórnun og vinnu með ungu fólki er æskileg.
  • Lipurð í samskiptum og samstarfi.
  • Stundvísi og samviskusemi.
  • Gerð er sú krafa að flokksstjórar í Vinnuskóla séu góðar fyrirmyndir í leik og starfi
Auglýsing birt6. febrúar 2025
Umsóknarfrestur20. mars 2025
Laun (á mánuði)400.000 - 500.000 kr.
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Stundvísi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar