Akureyri
Akureyri
Akureyri

Frístundaleiðbeinendur á sumarnámskeið Kappa og Ofurhetja

Fræðslu- og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinendur á sumarnámskeið Kappa og Ofurhetja.

Um er að ræða tímabundið starf sumarið 2025 fyrir sumarnámskeið Kappa og Ofurhetja sem er námskeið fyrir börn í 1.-7. bekk sem eru með sérþarfir.

Markmið verkefnisins „Kappar og ofurhetjur“ er að veita hópi barna með sérþarfir frá 1. - 7. bekk frístundaþjónustu á sumrin.

Leitast verður við að bjóða upp á afþreyingu sem er sniðin að þeirra þörfum.

Námskeiðin standa yfir í átta vikur frá 9. júní – 1. ágúst 2025.

Gert er ráð fyrir þremur dögum í undirbúning fyrir námskeiðin, þ.e. dagana 4. - 6. júní 2025. Þá verður haldin starfsmannafræðsla, skyndihjálparnámskeið, ásamt svigrúmi fyrir almennan undirbúning, dagskrágerð o.s.frv.

Námskeiðið í ár verður haldið í Giljaskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiðbeinandi í hópastarfi fyrir fötluð börn.
  • Aðlagar og útfærir hugmyndafræði vegna ólíkra og breytilegra þarfa barnanna í samstarfi við hópstjóra.
  • Regluleg samskipti við foreldra.
  • Gætir að almennri umgengni á starfsstað.
  • Önnur verkefni sem yfirmaður kann að fela starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og samskiptafærni.
  • Reynsla af frístundastarfi er kostur.
  • Reynsla af starfi með börnum er kostur.
  • Reynsla af starfi með fötluðum er kostur.
  • Áhugi á málefnum barna.
  • Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri.
  • Hreintsakavottorð.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt10. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar