Bauhaus
Bauhaus
Bauhaus

Deildarstjóri Garðalands

Býrð þú yfir leiðtogahæfileikum og vilt vinna í líflegu umhverfi?
BAUHAUS óskar eftir jákvæðum og ábyrgðarfullum leiðtoga í stöðu deildarstjóra sem hefur umsjón með Garðalandi. Í Garðalandi er mikið úrval af árstíðarvöru s.s. grill, garðhúsgögn, blóm og plötur, garðverkfæri og margt fleira. Um ræðir árstíðarbundna deild sem tekur breytingum a.m.k. tvisvar á ári þar sem deildarstjóri gegnir lykilhlutverki.
Deildarstjóri sér um lokun verslunar ákveðna virka daga ásamt umsjón verslunar fjórðu hverju helgi.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á þjónustu viðskiptavina, útliti deildar og vörutilvist
  • Dagleg verkstjórn, mannaforráð og vaktaskipulag
  • Umsjón með árstíðarbreytingum
  • Virk þátttaka í daglegum verkefnum
  • Samskipti við innkaupadeild og vörubirgja
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Leiðtogahæfileikar
  • Lipurð í samskiptum og samstarfi, rík þjónustulund og jákvætt hugarfar
  • Sjálfstæð vinnubrögð, skipulag, verkvit og frumkvæði
  • Áhugi og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Góð færni í íslensku og ensku
Auglýsing birt6. febrúar 2025
Umsóknarfrestur18. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Lambhagavegur 2-4 2R, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar