

Starf í móttöku
Fagfélögin óska eftir að ráða áreiðanlegan og þjónustulundaðan aðila í 100% starf í móttöku.
Vinnutími alla virka daga kl. 8-16/15 – frí annan hvern föstudag.
Kostur að geta hafið störf sem fyrst.
Móttaka og símsvörun
Samskipti og almenn upplýsingagjöf við félagsfólk
Ýmiskonar umsýsla og skráning s.s. umsókna í sjóði og afgreiðsla orlofshúsa
Önnur tilfallandi verkefni
Hæfni og lipurð í samskiptum
Rík þjónustulund
Skipulagshæfileikar og nákvæmni í vinnubrögðum.
Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
Góð almenn tölvukunnátta
Þekking á Tótal félaga- og orlofshúsakerfi er kostur
Gott vald á íslensku og ensku
Kunnátta í pólsku mikill kostur
Þekking á málefnum stéttarfélaga er kostur
Niðurgreiddur hádegismatur
Heilsustyrkur
Skemmtilegt samstarfsfólk og öflugt starfsmannafélag













