Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar Íslands

Leiðandi sérfræðingur í reikningshaldi

Vilt þú vera hluti að teymi í spennandi og síbreytilegu umhverfi þar sem þú berð ábyrgð á að innleiða mikilvægar breytingar í starfsemi Sjúkratrygginga?

Við leitum að kraftmiklum leiðandi sérfræðingi með mikla reynslu í reikningshaldi, uppgjörum og áhuga á þróun verkferla. Sjúkratryggingar bera ábyrgð á reikningshaldi og uppgjöri stórs hluta heilbrigðisútgjalda þjóðarinnar. Ef þú hefur brennandi áhuga á reikningshaldi og því að leiða spennandi umbreytingarferli þá gæti þetta verið starfið fyrir þig.

Sjúkratryggingar Íslands eru lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi.Við tryggjum aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón og ábyrgð á skipulagi bókhalds og að verkferlar séu í samræmi við lög og viðurkenndar reikningsskilavenjur.

  • Yfirumsjón og ábyrgð á uppgjöri og frágangi bókhalds vegna ársreikningagerðar

  • Umsjón með áætlanagerð og innra eftirliti

  • Ráðgjöf og stuðningur við notendur fjárhagskerfa

  • Leiða umbætur og breytingar á sviði fjármála og greininga.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem að nýtist í starfi t.d. á sviði viðskipta- eða hagfræði.

  • Framhaldsgráða á sviði reikningshalds er æskileg

  • Umfangsmikil þekking og reynsla af vinnu í reikningshaldi

  • Þekking og reynsla af endurskoðun er kostur

  • Góð þekking og reynsla við hagnýtingu Excel er skilyrði

  • Frumkvæði, kraftur og áhugi á nýjungum

  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund

  • Lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðhorf

  • Sterk íslensku- og enskukunnátta

Fríðindi í starfi
  • Verkefnamiðað vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna
Auglýsing birt26. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁrsreikningarPathCreated with Sketch.HagfræðingurPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.ViðskiptafræðingurPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar